Máli Sturlu vísað frá en hann neitar að gefast upp: „Hef ekki rétt á því gagnvart sonum mínum“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2015 19:15 Hæstiréttur Íslands vísaði máli Sturlu frá. Valgarður/Daniel „Þetta er bara brjálæði fyrir íslenskar fjölskyldur í landinu,“ segir Sturla Hólm Jónsson um ákvörðun Hæstaréttar Íslands að staðfesta frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Sturlu og eiginkonu hans gegn Íslandsbanka. Málið varðar nauðungarsölubeiðni á eign þeirra þar sem Sturla hafði krafist þess að fá leita úrlausnar á máli sínu fyrir héraðsdómi. Fulltrúi sýslumanns hafnaði því og var nauðungarsölunni framhaldið. Sturla fór fram á fyrir dómstólum að þessari nauðungarsölu yrði hnekkt og að framganga embættis sýslumannsins í Reykjavík yrði dæmd ólögmæt.Sakar embætti sýslumanns um stjórnarskrárbrot Sturla segir fulltrúa sýslumanns hafa brotið gegn 70. grein stjórnarskrárinnar með því að hafna kröfu Sturlu um að bera ágreininginn undir héraðsdóm en í greininni segir að allir hafi rétt til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. „Þegar það er nauðungasala þá hefur kröfuhafi leyfi til að ryðja burt stjórnarskránni og hafna því að þú fáir að leita úrlausnar fyrir dómstólum. Það er stórkostlega skrýtið ef dómstóll tekur undir stjórnarskráarbrot,“ segir Sturla um ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands að vísa málinu frá dómi. Sturla segir fulltrúa sýslumanns mæta aftur heim til þeirra hjóna þriðja mars næstkomandi í framhaldssölu og þá þurfi Sturla að kæra ferlið upp á nýtt. Hann segir ekki aðeins um stjórnarskráarbrot að ræða heldur einnig brot á 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, en þar segir að þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns eða einkamálaréttar eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. „Ég lét fylgja með upp í Hæstarétt dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu sem féll í Austurríki þar sem var selt ofan af konu og hún fékk ekki réttláta málsmeðferð og austurríska ríkið varð að borga henni skaðabætur. Þessu hentu þau öllu út og sögðu þetta ekki skipta máli,“ segir Sturla.Óundirritað skuldabréf Hann vildi fá nauðungarsölunni hnekkt því kröfulýsingin byggir á skjali að hans sögn sem hvorki hann, né eiginkona hans, skrifuðu undir. „Það er aldrei getið um gömlu lánasamningana í nauðungarsölubeiðninni það er bara getið um óundirritaða skuldabréfið,“ en Íslandsbanki hafði breytt eftirstöðvum á gengisláni, sem voru 3,5 milljónir að sögn Sturlu, og í 13,6 milljónir króna. „Ég skrifaði aldrei undir það og þeir gátu aldrei sýnt mér hvernig þeir gátu fengið út að þetta breyttist úr 3,5 milljónum í 13,6 milljónir, segir Sturla sem segist hafa spurt fulltrúa sýslumanns hvort hann hefði skrifað undir skjalið og fulltrúinn hefði staðfest það. Sturla fór þá fram á að nauðungarsölubeiðninni yrði hafnað en því var neitað.Ætlar með málið alla leið Hann á ekki von á öðru en að dómstólar muni vísa máli hans aftur frá. „Ég verð bara að safna peningum og fá hjálp til að koma málinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Réttarríkið hér er svo ótrúlegt. Að það skuli vera setning í nauðungarsölulögunum að það megi selja allt hjá þér án dóms, sáttar eða fjárnáms. og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar kom að því að semja þessi lög gegn stjórnarskránni,“ segir Sturla sem segist ekki ætla að gefast upp. „Ég hef ekki rétt á því gagnvart sonum mínum.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Þetta er bara brjálæði fyrir íslenskar fjölskyldur í landinu,“ segir Sturla Hólm Jónsson um ákvörðun Hæstaréttar Íslands að staðfesta frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Sturlu og eiginkonu hans gegn Íslandsbanka. Málið varðar nauðungarsölubeiðni á eign þeirra þar sem Sturla hafði krafist þess að fá leita úrlausnar á máli sínu fyrir héraðsdómi. Fulltrúi sýslumanns hafnaði því og var nauðungarsölunni framhaldið. Sturla fór fram á fyrir dómstólum að þessari nauðungarsölu yrði hnekkt og að framganga embættis sýslumannsins í Reykjavík yrði dæmd ólögmæt.Sakar embætti sýslumanns um stjórnarskrárbrot Sturla segir fulltrúa sýslumanns hafa brotið gegn 70. grein stjórnarskrárinnar með því að hafna kröfu Sturlu um að bera ágreininginn undir héraðsdóm en í greininni segir að allir hafi rétt til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. „Þegar það er nauðungasala þá hefur kröfuhafi leyfi til að ryðja burt stjórnarskránni og hafna því að þú fáir að leita úrlausnar fyrir dómstólum. Það er stórkostlega skrýtið ef dómstóll tekur undir stjórnarskráarbrot,“ segir Sturla um ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands að vísa málinu frá dómi. Sturla segir fulltrúa sýslumanns mæta aftur heim til þeirra hjóna þriðja mars næstkomandi í framhaldssölu og þá þurfi Sturla að kæra ferlið upp á nýtt. Hann segir ekki aðeins um stjórnarskráarbrot að ræða heldur einnig brot á 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, en þar segir að þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns eða einkamálaréttar eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. „Ég lét fylgja með upp í Hæstarétt dóm frá Mannréttindadómstóli Evrópu sem féll í Austurríki þar sem var selt ofan af konu og hún fékk ekki réttláta málsmeðferð og austurríska ríkið varð að borga henni skaðabætur. Þessu hentu þau öllu út og sögðu þetta ekki skipta máli,“ segir Sturla.Óundirritað skuldabréf Hann vildi fá nauðungarsölunni hnekkt því kröfulýsingin byggir á skjali að hans sögn sem hvorki hann, né eiginkona hans, skrifuðu undir. „Það er aldrei getið um gömlu lánasamningana í nauðungarsölubeiðninni það er bara getið um óundirritaða skuldabréfið,“ en Íslandsbanki hafði breytt eftirstöðvum á gengisláni, sem voru 3,5 milljónir að sögn Sturlu, og í 13,6 milljónir króna. „Ég skrifaði aldrei undir það og þeir gátu aldrei sýnt mér hvernig þeir gátu fengið út að þetta breyttist úr 3,5 milljónum í 13,6 milljónir, segir Sturla sem segist hafa spurt fulltrúa sýslumanns hvort hann hefði skrifað undir skjalið og fulltrúinn hefði staðfest það. Sturla fór þá fram á að nauðungarsölubeiðninni yrði hafnað en því var neitað.Ætlar með málið alla leið Hann á ekki von á öðru en að dómstólar muni vísa máli hans aftur frá. „Ég verð bara að safna peningum og fá hjálp til að koma málinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Réttarríkið hér er svo ótrúlegt. Að það skuli vera setning í nauðungarsölulögunum að það megi selja allt hjá þér án dóms, sáttar eða fjárnáms. og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar kom að því að semja þessi lög gegn stjórnarskránni,“ segir Sturla sem segist ekki ætla að gefast upp. „Ég hef ekki rétt á því gagnvart sonum mínum.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira