Um sjö þúsund manns búa við sára fátækt Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2015 19:21 Hátt í sjö þúsund manns á Íslandi búa við sára fátækt og mikill fjöldi fólks ber óviðunandi byrðar af kostnaði við húsnæði samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra í dag. Þar er meðal annars lagt til að teknar verði upp fastar barnabætur til allra barnafjölskyldna að viðbættri barnatryggingu til þeirra verst settu. Velferðarvaktin var fyrst sett á laggirnar árið 2009 í tíð fyrri ríkisstjórnar til að vakta afleiðingar efnahagshrunsins. Núverandi ríkisstjórn hélt starfinu síðan áfram en frá því í fyrra hafa fulltrúar 35 aðila skipað vaktina úr verkalýðshreyfingunni, embætti landlæknis, Fjölskylduhjálparinnar, Geðhjálp svo einhverjir séu nefndir ásamt fjölda annarra stofnana og ráðuneyta. Vaktin skilaði frá sér áfangaskýrslu í dag þar sem lagðar eru fram sex tillögur til frekari úrvinnslu. En þær snerta á barnabótakerfinu, lágmarksframfærslu, húsnæðismálum, grunnþjónustu velferðarkerfisins, samhæfingu mála og samvinnu opinberra aðila við frjáls félagasamtök. „Ég vil sjá þær allar fara í framkvæmd Þær eru mjög framsæknar og stórar í sniðum má segja . Ég nefni hér sérstaklega fyrstu tillöguna sem er um barnabætur og barnatryggingar. Þar erum við að leggja til að við fikrum okkur í átt að Norðurlöndunum og verðum hér að grunni til með ótekjutengdar barnabætur. En þar að auki fái þeir sem höllum fæti standa eins konar barnatryggingu,“ segir Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarvaktarinnar. Þessi aðgerð muni ekki sliga ríkissjóðs en hækka þennan bótaflokk úr um 14 milljörðum í 18 milljarða. Horft var til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og annarra sáttmála sem Ísland er aðili að við gerð tillagnanna. Þá þurfi ríki og sveitarfélög að vinna að samræmingu aðstoðar vegna lágmarksframfærslu þeirra sem búa við sára fátækt, en það eru hátt í sjö þúsund manns. „Og sá hópur er í kringum 2 prósent af þjóðinni. Sú tala er fundin út með því að spyrja ákveðinna spurninga, níu spurninga, og ef þú svarar fjórum þeirra játandi ertu talinn búa við verulegan skort á efnislegum gæðum og vera sárafátækur. Þessi hópur hefur verið á þessum slóðum, um 2 prósent af þjóðinni, um langt skeið,“ segir Siv. Þótt ísland standi vel hvað þetta varðar miðað við önnur OECD ríki sé mikilvægt að fækka í þessum hópi með aðgerðum og þar sýni reynslan að samstarf við félagasamtök reynist vel. Einstæðir foreldrar standi hvað verst almennt og þar spili kostnaður við húsnæði mikið inn í. Allt of margir greiði um 40 prósent ráðstöfunartekna í húsnæði. „ASÍ hefur unnið mikla vinnu í þessu og þeir nefna einmitt danska kerfið þar sem talið er að 20 prósent ráðstöfunartekna geti farið til húsnæðis en ekki meira en það. Þannig að við teljum að stjórnvöld þurfi að gera allt sem þau geta til að létta af þessum þungu byrðum varðandi húsnæði. Sá hópur sem stendur þarna hallast eru einstæðir foreldrar,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Hátt í sjö þúsund manns á Íslandi búa við sára fátækt og mikill fjöldi fólks ber óviðunandi byrðar af kostnaði við húsnæði samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra í dag. Þar er meðal annars lagt til að teknar verði upp fastar barnabætur til allra barnafjölskyldna að viðbættri barnatryggingu til þeirra verst settu. Velferðarvaktin var fyrst sett á laggirnar árið 2009 í tíð fyrri ríkisstjórnar til að vakta afleiðingar efnahagshrunsins. Núverandi ríkisstjórn hélt starfinu síðan áfram en frá því í fyrra hafa fulltrúar 35 aðila skipað vaktina úr verkalýðshreyfingunni, embætti landlæknis, Fjölskylduhjálparinnar, Geðhjálp svo einhverjir séu nefndir ásamt fjölda annarra stofnana og ráðuneyta. Vaktin skilaði frá sér áfangaskýrslu í dag þar sem lagðar eru fram sex tillögur til frekari úrvinnslu. En þær snerta á barnabótakerfinu, lágmarksframfærslu, húsnæðismálum, grunnþjónustu velferðarkerfisins, samhæfingu mála og samvinnu opinberra aðila við frjáls félagasamtök. „Ég vil sjá þær allar fara í framkvæmd Þær eru mjög framsæknar og stórar í sniðum má segja . Ég nefni hér sérstaklega fyrstu tillöguna sem er um barnabætur og barnatryggingar. Þar erum við að leggja til að við fikrum okkur í átt að Norðurlöndunum og verðum hér að grunni til með ótekjutengdar barnabætur. En þar að auki fái þeir sem höllum fæti standa eins konar barnatryggingu,“ segir Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarvaktarinnar. Þessi aðgerð muni ekki sliga ríkissjóðs en hækka þennan bótaflokk úr um 14 milljörðum í 18 milljarða. Horft var til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og annarra sáttmála sem Ísland er aðili að við gerð tillagnanna. Þá þurfi ríki og sveitarfélög að vinna að samræmingu aðstoðar vegna lágmarksframfærslu þeirra sem búa við sára fátækt, en það eru hátt í sjö þúsund manns. „Og sá hópur er í kringum 2 prósent af þjóðinni. Sú tala er fundin út með því að spyrja ákveðinna spurninga, níu spurninga, og ef þú svarar fjórum þeirra játandi ertu talinn búa við verulegan skort á efnislegum gæðum og vera sárafátækur. Þessi hópur hefur verið á þessum slóðum, um 2 prósent af þjóðinni, um langt skeið,“ segir Siv. Þótt ísland standi vel hvað þetta varðar miðað við önnur OECD ríki sé mikilvægt að fækka í þessum hópi með aðgerðum og þar sýni reynslan að samstarf við félagasamtök reynist vel. Einstæðir foreldrar standi hvað verst almennt og þar spili kostnaður við húsnæði mikið inn í. Allt of margir greiði um 40 prósent ráðstöfunartekna í húsnæði. „ASÍ hefur unnið mikla vinnu í þessu og þeir nefna einmitt danska kerfið þar sem talið er að 20 prósent ráðstöfunartekna geti farið til húsnæðis en ekki meira en það. Þannig að við teljum að stjórnvöld þurfi að gera allt sem þau geta til að létta af þessum þungu byrðum varðandi húsnæði. Sá hópur sem stendur þarna hallast eru einstæðir foreldrar,“ segir Siv Friðleifsdóttir.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira