Um sjö þúsund manns búa við sára fátækt Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2015 19:21 Hátt í sjö þúsund manns á Íslandi búa við sára fátækt og mikill fjöldi fólks ber óviðunandi byrðar af kostnaði við húsnæði samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra í dag. Þar er meðal annars lagt til að teknar verði upp fastar barnabætur til allra barnafjölskyldna að viðbættri barnatryggingu til þeirra verst settu. Velferðarvaktin var fyrst sett á laggirnar árið 2009 í tíð fyrri ríkisstjórnar til að vakta afleiðingar efnahagshrunsins. Núverandi ríkisstjórn hélt starfinu síðan áfram en frá því í fyrra hafa fulltrúar 35 aðila skipað vaktina úr verkalýðshreyfingunni, embætti landlæknis, Fjölskylduhjálparinnar, Geðhjálp svo einhverjir séu nefndir ásamt fjölda annarra stofnana og ráðuneyta. Vaktin skilaði frá sér áfangaskýrslu í dag þar sem lagðar eru fram sex tillögur til frekari úrvinnslu. En þær snerta á barnabótakerfinu, lágmarksframfærslu, húsnæðismálum, grunnþjónustu velferðarkerfisins, samhæfingu mála og samvinnu opinberra aðila við frjáls félagasamtök. „Ég vil sjá þær allar fara í framkvæmd Þær eru mjög framsæknar og stórar í sniðum má segja . Ég nefni hér sérstaklega fyrstu tillöguna sem er um barnabætur og barnatryggingar. Þar erum við að leggja til að við fikrum okkur í átt að Norðurlöndunum og verðum hér að grunni til með ótekjutengdar barnabætur. En þar að auki fái þeir sem höllum fæti standa eins konar barnatryggingu,“ segir Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarvaktarinnar. Þessi aðgerð muni ekki sliga ríkissjóðs en hækka þennan bótaflokk úr um 14 milljörðum í 18 milljarða. Horft var til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og annarra sáttmála sem Ísland er aðili að við gerð tillagnanna. Þá þurfi ríki og sveitarfélög að vinna að samræmingu aðstoðar vegna lágmarksframfærslu þeirra sem búa við sára fátækt, en það eru hátt í sjö þúsund manns. „Og sá hópur er í kringum 2 prósent af þjóðinni. Sú tala er fundin út með því að spyrja ákveðinna spurninga, níu spurninga, og ef þú svarar fjórum þeirra játandi ertu talinn búa við verulegan skort á efnislegum gæðum og vera sárafátækur. Þessi hópur hefur verið á þessum slóðum, um 2 prósent af þjóðinni, um langt skeið,“ segir Siv. Þótt ísland standi vel hvað þetta varðar miðað við önnur OECD ríki sé mikilvægt að fækka í þessum hópi með aðgerðum og þar sýni reynslan að samstarf við félagasamtök reynist vel. Einstæðir foreldrar standi hvað verst almennt og þar spili kostnaður við húsnæði mikið inn í. Allt of margir greiði um 40 prósent ráðstöfunartekna í húsnæði. „ASÍ hefur unnið mikla vinnu í þessu og þeir nefna einmitt danska kerfið þar sem talið er að 20 prósent ráðstöfunartekna geti farið til húsnæðis en ekki meira en það. Þannig að við teljum að stjórnvöld þurfi að gera allt sem þau geta til að létta af þessum þungu byrðum varðandi húsnæði. Sá hópur sem stendur þarna hallast eru einstæðir foreldrar,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Hátt í sjö þúsund manns á Íslandi búa við sára fátækt og mikill fjöldi fólks ber óviðunandi byrðar af kostnaði við húsnæði samkvæmt skýrslu sem skilað var til félagsmálaráðherra í dag. Þar er meðal annars lagt til að teknar verði upp fastar barnabætur til allra barnafjölskyldna að viðbættri barnatryggingu til þeirra verst settu. Velferðarvaktin var fyrst sett á laggirnar árið 2009 í tíð fyrri ríkisstjórnar til að vakta afleiðingar efnahagshrunsins. Núverandi ríkisstjórn hélt starfinu síðan áfram en frá því í fyrra hafa fulltrúar 35 aðila skipað vaktina úr verkalýðshreyfingunni, embætti landlæknis, Fjölskylduhjálparinnar, Geðhjálp svo einhverjir séu nefndir ásamt fjölda annarra stofnana og ráðuneyta. Vaktin skilaði frá sér áfangaskýrslu í dag þar sem lagðar eru fram sex tillögur til frekari úrvinnslu. En þær snerta á barnabótakerfinu, lágmarksframfærslu, húsnæðismálum, grunnþjónustu velferðarkerfisins, samhæfingu mála og samvinnu opinberra aðila við frjáls félagasamtök. „Ég vil sjá þær allar fara í framkvæmd Þær eru mjög framsæknar og stórar í sniðum má segja . Ég nefni hér sérstaklega fyrstu tillöguna sem er um barnabætur og barnatryggingar. Þar erum við að leggja til að við fikrum okkur í átt að Norðurlöndunum og verðum hér að grunni til með ótekjutengdar barnabætur. En þar að auki fái þeir sem höllum fæti standa eins konar barnatryggingu,“ segir Siv Friðleifsdóttir formaður velferðarvaktarinnar. Þessi aðgerð muni ekki sliga ríkissjóðs en hækka þennan bótaflokk úr um 14 milljörðum í 18 milljarða. Horft var til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og annarra sáttmála sem Ísland er aðili að við gerð tillagnanna. Þá þurfi ríki og sveitarfélög að vinna að samræmingu aðstoðar vegna lágmarksframfærslu þeirra sem búa við sára fátækt, en það eru hátt í sjö þúsund manns. „Og sá hópur er í kringum 2 prósent af þjóðinni. Sú tala er fundin út með því að spyrja ákveðinna spurninga, níu spurninga, og ef þú svarar fjórum þeirra játandi ertu talinn búa við verulegan skort á efnislegum gæðum og vera sárafátækur. Þessi hópur hefur verið á þessum slóðum, um 2 prósent af þjóðinni, um langt skeið,“ segir Siv. Þótt ísland standi vel hvað þetta varðar miðað við önnur OECD ríki sé mikilvægt að fækka í þessum hópi með aðgerðum og þar sýni reynslan að samstarf við félagasamtök reynist vel. Einstæðir foreldrar standi hvað verst almennt og þar spili kostnaður við húsnæði mikið inn í. Allt of margir greiði um 40 prósent ráðstöfunartekna í húsnæði. „ASÍ hefur unnið mikla vinnu í þessu og þeir nefna einmitt danska kerfið þar sem talið er að 20 prósent ráðstöfunartekna geti farið til húsnæðis en ekki meira en það. Þannig að við teljum að stjórnvöld þurfi að gera allt sem þau geta til að létta af þessum þungu byrðum varðandi húsnæði. Sá hópur sem stendur þarna hallast eru einstæðir foreldrar,“ segir Siv Friðleifsdóttir.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira