Brady magnaður í stórsigri Patriots | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 12:00 Tom Brady byrjar leiktíðina frábærlega. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24 NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Var í raun bara verið að yfirspila okkurv“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira