Brady magnaður í stórsigri Patriots | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 12:00 Tom Brady byrjar leiktíðina frábærlega. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24 NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, átti aftur stórleik í gær þegar New England rústaði Jacksonville Jaguars, 51-17, á heimavelli í þriðju leikviku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Brady, sem NFL-deildin reyndi að setja í fjögurra leikja bann, hefur spilað eins og andsetinn maður í fyrstu leikjunum og kastaði í gær 358 jarda og skoraði tvö snertimörk. Hlauparinn LeGarrette Blount fékk nóg að gera þegar New England nálgaðist markið, en þessi stóri og sterki hlaupari hljóp þrisvar sinnum með boltann inn í endamarkið og hljóp í heildina 78 jarda. Tom Brady náði stórum áfanga í leiknum þegar hann kastaði boltanum fyrir snertimarki á Danny Amendola í fyrri hálfleik. Það var 400. snertimark Tom Bradys og er hann aðeins fjóri maðurinn sem nær svo mörgum snertimörkum á ferlinum. Peyton Manning er lang efstur á þeim lista með 533 snertimörk, Brett Favre er annar með 508 og Dan Marino með 420. Brady ætti auðveldlega að ná Marino á þessu tímabili en líklega verður hann á endanum að sætta sig við þriðja sætið á þessum lista.Seattle að rústa Chicago.vísir/gettySögulegt tap Bangsanna Seattle Seahawks, sem spilað hefur til úrslita undanfarin tvö tímabil, komst á sigurbraut í gærkvöldi í leik sem sýndur var beint á Stöð 2 Sport. Seahawks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, niðurlægði Chicago Bears, 26-0, á heimavelli sínum og heldur draumum sínum um úrslitakeppnina á lífi. Bears er án sigurs í fyrstu þremur leikjunum. Bears er eitt sögufrægasta liðið í NFL-deildinni og eitt það stærsta, en þar á bæ hefur lítið gengið undanfarin ár. Bears hafði ekki verið tekið á núllinu í 194 leikjum í röð, en það gerðist síðast fyrir tólf árum. Bears var án Jay Cutler, leikstjórnanda liðsins, í leiknum og notaði varamanninn Jimmy Clausen. Chicago-hefði allt eins getað spilað án leikstjórnanda en Clausen var skelfilegur í leiknum.Colin Kaepernick, leikstjórnandi 49ers, þakkar Carson Palmer, Arizona, fyrir leikinn í gær.vísir/gettyFimm fullkomin New England Patriots, Cincinatti Bengals, Denver Broncos, Carolina Panthers og Arizona Cardinals eru öll með fullkominn árangur, 3-0, eftir fyrstu þrjár leikvikurnar. Denver vann góðan útsigur á Detroit í gærkvöldi, en vörnin hjá Denver-liðinu lítur frábærlega út sem gerir Peyton Manning auðveldara um vik. Manning átti fínan leik í gær en hann hefur ekki spilað eins vel og hann getur við upphaf leiktíðar. Arizona Cardinals valtaði yfir San Francisco um helgina og skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Green Bay Packers getur bæst í hópinn með hinum 3-0 liðunum í nótt þegar liðið mætir Kansas City Chiefs í mánudagsleiknum.Úrslit gærdagins: Baltimore - Cincinatti 24-28 Carolina - New Orleans 27-22 Cleveland - Oakland 20-27 Dallas - Atlanta 28-39 Houston - Tampa Bay 19-9 Minnesota - San Diego 31-14 New England - Jacksonville 51-17 NY Jets - Philadelphia 24-17 St. Louis - Pittsburgh 6-12 Tennessee - Indianapolis 33-35 Arizona - San Francisco 7-47 Miami - Buffalo 14-41 Seattle - Chicago 26-0 Detroit - Denver 12-24
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira