Hjálpar unglingum með því að kenna áhættuleik Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júlí 2015 15:54 Arnoddur Magnús flutti fyrirlestur á TEDxReykjavík í maí. „Við getum alltaf gert meira en við höldum. Það á við um flest allt í lífinu,“ sagði Arnoddur Magnús Danks, áhættuleikari og kennari, í TEDxReykjavík fyrirlestri sínum í maí. Hann er áhættuleikari sem hefur notast við kennslu í áhættuleik í því skyni að fá unglinga til þess að tjá sig um tilfinningar sínar og þannig brjótast úr skel reiðinnar sem einkennir marga nemendur hans. Hann nefnir að sérstaklega verði á vegi hans reiðir ungir menn sem glíma við raskanir á borð við ADHD. „Með því að nota áhættuleik í kennslunni hef ég fengið unglinga til þess að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður sem þau myndu ellegar ekki vinna með,“ útskýrir Arnoddur. Hann braut fingurinn á sér fyrir framan áhorfendur til þess að ná athygli þeirra og féll inn á sviðið með tilheyrandi látum. Arnoddur hvetur unglingana sína til þess að sýna hugrekki. „Án ótta getur ekki verið hugrekki,“ sagði hann í fyrirlestrinum. Hann tók dæmi um sjálfan sig. „Mér líður betur með það að henda sjálfum mér til og frá, henda mér af byggingu á nokkra pappakassa, berjast við nokkra einstaklinga með beittum sverðum eða að synda með hákörlum heldur en að standa hérna fyrir framan ykkur og halda ræðu,“ sagði Arnoddur við salinn sem hló. En þrátt fyrir þennan ótta hans við að koma fram þáði hann boðið um að koma á TEDxReykjavík ráðstefnuna til þess að sýna svart á hvítu að maðurinn getur meira en hann heldur. Arnoddur kenndi ungum dreng frá Sómalíu sem var undir eftirliti af því að hann hafði reynt að skjóta kennarann sinn, sem betur fer tókst drengnum ekki ætlunarverkið og hann var settur í hendurnar á Arnoddi. Arnoddur náði til drengsins með því að sýna honum kærleika og væntumþykju, bauð kennslu í stað þess að þvinga hana upp á drenginn og með því að gefast ekki upp. „Við ættum aldrei að gefast upp á að læra.“Hægt er að sjá fyrirlestur Arnoddar hér að neðan. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Við getum alltaf gert meira en við höldum. Það á við um flest allt í lífinu,“ sagði Arnoddur Magnús Danks, áhættuleikari og kennari, í TEDxReykjavík fyrirlestri sínum í maí. Hann er áhættuleikari sem hefur notast við kennslu í áhættuleik í því skyni að fá unglinga til þess að tjá sig um tilfinningar sínar og þannig brjótast úr skel reiðinnar sem einkennir marga nemendur hans. Hann nefnir að sérstaklega verði á vegi hans reiðir ungir menn sem glíma við raskanir á borð við ADHD. „Með því að nota áhættuleik í kennslunni hef ég fengið unglinga til þess að vinna með tilfinningar sínar og aðstæður sem þau myndu ellegar ekki vinna með,“ útskýrir Arnoddur. Hann braut fingurinn á sér fyrir framan áhorfendur til þess að ná athygli þeirra og féll inn á sviðið með tilheyrandi látum. Arnoddur hvetur unglingana sína til þess að sýna hugrekki. „Án ótta getur ekki verið hugrekki,“ sagði hann í fyrirlestrinum. Hann tók dæmi um sjálfan sig. „Mér líður betur með það að henda sjálfum mér til og frá, henda mér af byggingu á nokkra pappakassa, berjast við nokkra einstaklinga með beittum sverðum eða að synda með hákörlum heldur en að standa hérna fyrir framan ykkur og halda ræðu,“ sagði Arnoddur við salinn sem hló. En þrátt fyrir þennan ótta hans við að koma fram þáði hann boðið um að koma á TEDxReykjavík ráðstefnuna til þess að sýna svart á hvítu að maðurinn getur meira en hann heldur. Arnoddur kenndi ungum dreng frá Sómalíu sem var undir eftirliti af því að hann hafði reynt að skjóta kennarann sinn, sem betur fer tókst drengnum ekki ætlunarverkið og hann var settur í hendurnar á Arnoddi. Arnoddur náði til drengsins með því að sýna honum kærleika og væntumþykju, bauð kennslu í stað þess að þvinga hana upp á drenginn og með því að gefast ekki upp. „Við ættum aldrei að gefast upp á að læra.“Hægt er að sjá fyrirlestur Arnoddar hér að neðan.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira