Frelsissvipting í Mosfellsbæ: Hæstiréttur staðfestir sex ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2015 17:04 vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem í maí var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og frelsissviptingu á hendur barnsmóður sinni og barni á jólanótt árið 2013. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan þá og dregst það frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna og barninu 800 þúsund, ásamt því að greiða allan áfrýjunarkostnað. Maðurinn, sem er íslenskur, hélt konunni og tveggja ára dóttur þeirra nauðugum í íbúð konunnar í Mosfellsbæ í fimm klukkustundir að morgni jóladag, þar til henni tókst að flýja úr íbúðinni og leita skjóls hjá nágranna. Sérsveit lögreglu var kölluð út til að yfirbuga manninn en hann hafði hótað konunni og barninu, sem enn var í íbúðinni, lífláti.Játaði að hafa ráðist á konuna Hann játaði að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar, en neitaði hins vegar að hafa slegið hana hnefahöggum og kannaðist ekki við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist hann hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.Sjá einnig: Frelsissvipting á jólanótt Í dómi héraðsdóms segir að nauðgunarbrotið hafi verið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“. Konan kvað manninn hafa sett hníf að hálsi hennar, girt niður um hana, rifið nærbuxurnar utan af henni og nauðgað henni aftan frá. Þá kvað hún manninn hafa sagst ætla að drepa hana og skera af henni brjóstið. Hún hefði í kjölfarið hlaupið út úr íbúðinni, að næstu blokk, til að fá aðstoð.Brást illa við nýjum kærasta Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, hafði boðið manninum að verja jólunum með þeim mæðgum þar sem hann átti fáa að hér á landi, en hann var búsettur í Noregi. Þau hættu saman tæpu ári áður eftir þriggja ára samband. Hann var kominn í samband með annarri konu sem henti honum út á aðfangadagskvöld og hringdi þá í konuna sem bauð honum í heimsókn sem fyrr segir. Maðurinn byrjaði strax að tala illa um nýjan kærasta barnsmóður sinnar. Þegar konan tók ekki undir það með honum réðst maðurinn á hana. Honum er gefið að sök að hafa meðal annars rispað hana með hnífi og tekið af henni farsímann svo hún gæti ekki hringt eftir aðstoð. Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21 Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem í maí var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og frelsissviptingu á hendur barnsmóður sinni og barni á jólanótt árið 2013. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan þá og dregst það frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna og barninu 800 þúsund, ásamt því að greiða allan áfrýjunarkostnað. Maðurinn, sem er íslenskur, hélt konunni og tveggja ára dóttur þeirra nauðugum í íbúð konunnar í Mosfellsbæ í fimm klukkustundir að morgni jóladag, þar til henni tókst að flýja úr íbúðinni og leita skjóls hjá nágranna. Sérsveit lögreglu var kölluð út til að yfirbuga manninn en hann hafði hótað konunni og barninu, sem enn var í íbúðinni, lífláti.Játaði að hafa ráðist á konuna Hann játaði að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar, en neitaði hins vegar að hafa slegið hana hnefahöggum og kannaðist ekki við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist hann hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.Sjá einnig: Frelsissvipting á jólanótt Í dómi héraðsdóms segir að nauðgunarbrotið hafi verið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“. Konan kvað manninn hafa sett hníf að hálsi hennar, girt niður um hana, rifið nærbuxurnar utan af henni og nauðgað henni aftan frá. Þá kvað hún manninn hafa sagst ætla að drepa hana og skera af henni brjóstið. Hún hefði í kjölfarið hlaupið út úr íbúðinni, að næstu blokk, til að fá aðstoð.Brást illa við nýjum kærasta Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, hafði boðið manninum að verja jólunum með þeim mæðgum þar sem hann átti fáa að hér á landi, en hann var búsettur í Noregi. Þau hættu saman tæpu ári áður eftir þriggja ára samband. Hann var kominn í samband með annarri konu sem henti honum út á aðfangadagskvöld og hringdi þá í konuna sem bauð honum í heimsókn sem fyrr segir. Maðurinn byrjaði strax að tala illa um nýjan kærasta barnsmóður sinnar. Þegar konan tók ekki undir það með honum réðst maðurinn á hana. Honum er gefið að sök að hafa meðal annars rispað hana með hnífi og tekið af henni farsímann svo hún gæti ekki hringt eftir aðstoð.
Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21 Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21
Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12