Kennarar í HÍ sekir um verkfallsbrot: „Gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 17:10 Verkfallsverðir í Háskóla Íslands í seinustu viku. vísir/pjetur Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32
Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56