Frumflutningur á Vinurinn of góði með Reykjavíkurdætrum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 10:43 Úr myndbandinu við Vinurinn of góði. Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér nýtt lag og myndband en lagið heitir Vinurinn of góði. Það er Katrín Helga Andrésdóttir sem rappar textann en lagið er eftir Þjóðverjann Mount Theodore frá Lübeck. „Þetta er lag með Reykjavíkurdætrum þó að ég sé sú eina sem rappar í því,“ segir Katrín. „Ég fékk myndavél lánaða til að gera myndbandið og tuttugu mínútum síðar var það tilbúið,“ segir Katrín. „Þetta var bara ein taka og ekkert klippt. Ef vel er að gáð sjást einstaka villur, til að mynda gleymi ég að hreyfa varirnar í takt við textann á einum stað. Lendingin var að hafa þetta ófullkomið.“ Mount Theodore er listamannsnafns Julius Rothlaender. Katrín og Júlíus mættu í viðtal í Harmageddon í morgun til að kynna lagið. „Ég var að læra íslensku í Berlín og var að leita að konu til að rappa lagið á íslensku. Ég kynntist Reykjavíkurdætrum í gegnum íslenskunámið í Berlín eftir að kennarinn bað okkur um að greina textana þeirra. Ég hafði samband og þetta small bara,“ sagði Julius um aðdragandann. Lagið fjallar um freistingu og löngun til að syndga, að vilja það sem ekki er hægt að fá og hvernig hlutir verða alltaf meira spennandi við það að vera utan seilingar. Í því eru vísanir í Vísur Vatnsenda-Rósu sem Rósa á að hafa samið til gifts manns. Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á samskiptamiðlinum Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væri feit pæling sem gengi ekki upp. 3. febrúar 2015 12:24 Fram þjáðir menn í þúsund löndum 2. maí 2015 07:00 Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Dúóið Cyber sem er hluti Reykjavíkurdætra hafa gefið frá sér lagið Fiðringur. 25. febrúar 2015 17:57 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Reykjavíkurdætur hafa sent frá sér nýtt lag og myndband en lagið heitir Vinurinn of góði. Það er Katrín Helga Andrésdóttir sem rappar textann en lagið er eftir Þjóðverjann Mount Theodore frá Lübeck. „Þetta er lag með Reykjavíkurdætrum þó að ég sé sú eina sem rappar í því,“ segir Katrín. „Ég fékk myndavél lánaða til að gera myndbandið og tuttugu mínútum síðar var það tilbúið,“ segir Katrín. „Þetta var bara ein taka og ekkert klippt. Ef vel er að gáð sjást einstaka villur, til að mynda gleymi ég að hreyfa varirnar í takt við textann á einum stað. Lendingin var að hafa þetta ófullkomið.“ Mount Theodore er listamannsnafns Julius Rothlaender. Katrín og Júlíus mættu í viðtal í Harmageddon í morgun til að kynna lagið. „Ég var að læra íslensku í Berlín og var að leita að konu til að rappa lagið á íslensku. Ég kynntist Reykjavíkurdætrum í gegnum íslenskunámið í Berlín eftir að kennarinn bað okkur um að greina textana þeirra. Ég hafði samband og þetta small bara,“ sagði Julius um aðdragandann. Lagið fjallar um freistingu og löngun til að syndga, að vilja það sem ekki er hægt að fá og hvernig hlutir verða alltaf meira spennandi við það að vera utan seilingar. Í því eru vísanir í Vísur Vatnsenda-Rósu sem Rósa á að hafa samið til gifts manns. Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á samskiptamiðlinum Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væri feit pæling sem gengi ekki upp. 3. febrúar 2015 12:24 Fram þjáðir menn í þúsund löndum 2. maí 2015 07:00 Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Dúóið Cyber sem er hluti Reykjavíkurdætra hafa gefið frá sér lagið Fiðringur. 25. febrúar 2015 17:57 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Rapparinn Emmsjé Gauti hristi heldur betur upp í hlutunum með tísti um helgina, sem vakti gríðarmikla athygli á samskiptamiðlinum Twitter. Hann sagði að Reykjavíkurdætur væri feit pæling sem gengi ekki upp. 3. febrúar 2015 12:24
Reykjavíkurdætur gefa út nýtt lag Dúóið Cyber sem er hluti Reykjavíkurdætra hafa gefið frá sér lagið Fiðringur. 25. febrúar 2015 17:57