Innlent

Eldur kom upp í íbúð í Mánatúni

Samúel Karl Ólason skrifar
Um tuttugu slökkviliðsmenn komu að slökkvistarfinu.
Um tuttugu slökkviliðsmenn komu að slökkvistarfinu. Vísir/Stefán
Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Mánatúni fyrir hádegi í morgun og voru slökkviliðsmenn frá þremur útkallsstöðvum sendir á vettvang. Búið er að slökkva eldinn og var einni manneskju bjargað úr íbúðinni og hún flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun.

Slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta íbúðina sem og stigagang. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði en um er að ræða húsnæði fyrir aldraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×