Innlent

Lokahnykkur í hönnun hafinn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Útilaug byggð við Sundhöllina.
Útilaug byggð við Sundhöllina.
Borgarráð hefur samþykkt að hafin verði fullnaðarhönnun á stækkun Sundhallarinnar í Reykjavík. Koma á fyrir 25 metra útilaug ásamt pottum utan við nýja viðbyggingu sunnan Sundhallarinnar. Áætlaður heildarkostnaður við mannvirkin er 1.520 milljónir króna.

Fulltrúar bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu að önnur hverfi í borginni ættu að vera í forgangi varðandi nýjar sundlaugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×