Leggja fram þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2015 13:48 Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. vísir/valli/gva Þingmenn Vinstri grænna munu er þinghald hefst að nýju leggja fram tvö þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Katrín Jakobsdóttir leggur ásamt fleiri þingmönnum fram þingsályktunartillögu um þátttökulýðræði og Svandís Svavarsdóttir leggur ásamt fleirum fram þingsályktunartillögu um atvinnulýðræði. „Í þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri, sem er fyrsta þingmál sinnar tegundar á Íslandi, er kveðið á um að skipa skuli nefnd um lýðræðisleg ákvarðanaferli með beinni þátttöku almennings í opinberri stefnumótun. Markmiðið með vinnu nefndarinnar verði að auka þátttöku og aðkomu almennings í opinberum ákvörðunum í samræmi við hugmyndir um þátttökulýðræði. Með orðinu „þátttökulýðræði“ er vísað til tegundar lýðræðis þar sem aukin áhersla er lögð á þátttöku almennings í opinberum ákvörðunum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að slíkar hugmyndir hafi verið áberandi bæði í opinberri og fræðilegri umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa orðið talsverðar hræringar í þeim efnum hér á landi. „Ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Samkvæmt þessum hugmyndum á að auka aðkomu almennings að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku, en aðkoma almennings getur verið af ýmsum toga, svo sem að forgangsraða, skilgreina markmið, leggja fram tillögur eða hlutast til um niðurstöðu. Með tillögunni er lagt til að áfram verði unnið að lýðræðisumbótum í þessa veru með samvinnu stjórnmálamanna, embættismanna og háskólasamfélagsins.“ Í þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur um atvinnulýðræði er lagt til að hefja vinnu við að þróa aðferðir og leiðir til að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja og í skólum landsins. „Í víðasta skilningi vísar hugtakið „atvinnulýðræði“ til allra ráðstafana sem gerðar eru til að auka áhrif starfsmanns á ákvarðanir ákvarðana sem tengjast daglegum störfum viðkomandi starfsmanns. Í tillögunni er lagt til að sérstaklega skipuð nefnd geri í samráði við aðila vinnumarkaðarins tillögur að eflingu atvinnulýðræðis í þessum skilningi. Meðal þeirra leiða sem nefndar eru í greinargerð tillögunnar er að starfsfólk hafi rétt á að skipa fulltrúa í stjórn fyrirtækja og stofnana eins og tíðkast víða í Vestur-Evrópu.“ Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna munu er þinghald hefst að nýju leggja fram tvö þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Katrín Jakobsdóttir leggur ásamt fleiri þingmönnum fram þingsályktunartillögu um þátttökulýðræði og Svandís Svavarsdóttir leggur ásamt fleirum fram þingsályktunartillögu um atvinnulýðræði. „Í þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri, sem er fyrsta þingmál sinnar tegundar á Íslandi, er kveðið á um að skipa skuli nefnd um lýðræðisleg ákvarðanaferli með beinni þátttöku almennings í opinberri stefnumótun. Markmiðið með vinnu nefndarinnar verði að auka þátttöku og aðkomu almennings í opinberum ákvörðunum í samræmi við hugmyndir um þátttökulýðræði. Með orðinu „þátttökulýðræði“ er vísað til tegundar lýðræðis þar sem aukin áhersla er lögð á þátttöku almennings í opinberum ákvörðunum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að slíkar hugmyndir hafi verið áberandi bæði í opinberri og fræðilegri umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa orðið talsverðar hræringar í þeim efnum hér á landi. „Ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Samkvæmt þessum hugmyndum á að auka aðkomu almennings að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku, en aðkoma almennings getur verið af ýmsum toga, svo sem að forgangsraða, skilgreina markmið, leggja fram tillögur eða hlutast til um niðurstöðu. Með tillögunni er lagt til að áfram verði unnið að lýðræðisumbótum í þessa veru með samvinnu stjórnmálamanna, embættismanna og háskólasamfélagsins.“ Í þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur um atvinnulýðræði er lagt til að hefja vinnu við að þróa aðferðir og leiðir til að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja og í skólum landsins. „Í víðasta skilningi vísar hugtakið „atvinnulýðræði“ til allra ráðstafana sem gerðar eru til að auka áhrif starfsmanns á ákvarðanir ákvarðana sem tengjast daglegum störfum viðkomandi starfsmanns. Í tillögunni er lagt til að sérstaklega skipuð nefnd geri í samráði við aðila vinnumarkaðarins tillögur að eflingu atvinnulýðræðis í þessum skilningi. Meðal þeirra leiða sem nefndar eru í greinargerð tillögunnar er að starfsfólk hafi rétt á að skipa fulltrúa í stjórn fyrirtækja og stofnana eins og tíðkast víða í Vestur-Evrópu.“
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira