Verðið gæti rokið hratt upp Jón ákon Halldórsson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Undir 200 Lækkun heimsmarkaðsverðs hefur leitt til þess að verð á bensíni hefur lækkað um fimmtung. fréttablaðið/GVA Alger óvissa ríkir um framtíðarþróun heimsmarkaðsverðs á olíu, segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. „Hún er alveg svakaleg. Það er algjörlega ómögulegt að segja eða spá um með einhverjum sannfæringarkrafti hvernig olíuverð mun þróast þegar horft er fram í næstu mánuði eða næstu ár,“ segir hann. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 50 prósent á hálfu ári. Það hefur skilað því að neytendur hér á Íslandi greiða 21 prósents lægra verð fyrir bensínlítrann en þeir gerðu í júní. Þá kostaði hann 252 en kostar nú tæpar 198.Ketill SigurjónssonFélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur í dag fund um þróun olíuverðs og er Ketill einn framsögumanna á fundinum. „Það sem ég mun hins vegar reyna að sýna fram á er að þessi olíuverðslækkun sem er núna getur varla staðist til lengdar. En það er aftur á móti ómögulegt að segja hvort strax í vor verði olíuverðið búið að hækka aftur í 70 til 90 dollara eða hvort það taki nokkur ár,“ segir hann. Ketill segir að það hafi verið innistæða fyrir þeirri lækkun sem hefur orðið síðasta hálfa árið, þó að lækkunin hafi orðið óvænt. Þegar fyrirliggjandi upplýsingar séu skoðaðar megi sjá að það hefur verið offramboð á olíu í nokkur misseri og það leiði til lækkunar. „Einhverjir voru búnir að spá þessu en það voru miklu færri en fleiri sem spáðu því að lækkunin yrði svona mikil,“ segir hann. Ketill segist ekki viss um að fyrirtæki muni byggja viðskiptaáætlanir sínar á þessu lækkaða olíuverði. „Olíuverð hefur breyst rosalega á sex mánuðum og það má halda því fram að það þurfi ekki nema sex mánuði í viðbót og þá er það komið í nánast sama og það var fyrir sex mánuðum. Hvort menn fara að taka stórkostlegar ákvarðanir um að breyta viðskiptaáætlunum út af þessu, það er kannski svolítið óvíst,“ segir hann. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Alger óvissa ríkir um framtíðarþróun heimsmarkaðsverðs á olíu, segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. „Hún er alveg svakaleg. Það er algjörlega ómögulegt að segja eða spá um með einhverjum sannfæringarkrafti hvernig olíuverð mun þróast þegar horft er fram í næstu mánuði eða næstu ár,“ segir hann. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um 50 prósent á hálfu ári. Það hefur skilað því að neytendur hér á Íslandi greiða 21 prósents lægra verð fyrir bensínlítrann en þeir gerðu í júní. Þá kostaði hann 252 en kostar nú tæpar 198.Ketill SigurjónssonFélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur í dag fund um þróun olíuverðs og er Ketill einn framsögumanna á fundinum. „Það sem ég mun hins vegar reyna að sýna fram á er að þessi olíuverðslækkun sem er núna getur varla staðist til lengdar. En það er aftur á móti ómögulegt að segja hvort strax í vor verði olíuverðið búið að hækka aftur í 70 til 90 dollara eða hvort það taki nokkur ár,“ segir hann. Ketill segir að það hafi verið innistæða fyrir þeirri lækkun sem hefur orðið síðasta hálfa árið, þó að lækkunin hafi orðið óvænt. Þegar fyrirliggjandi upplýsingar séu skoðaðar megi sjá að það hefur verið offramboð á olíu í nokkur misseri og það leiði til lækkunar. „Einhverjir voru búnir að spá þessu en það voru miklu færri en fleiri sem spáðu því að lækkunin yrði svona mikil,“ segir hann. Ketill segist ekki viss um að fyrirtæki muni byggja viðskiptaáætlanir sínar á þessu lækkaða olíuverði. „Olíuverð hefur breyst rosalega á sex mánuðum og það má halda því fram að það þurfi ekki nema sex mánuði í viðbót og þá er það komið í nánast sama og það var fyrir sex mánuðum. Hvort menn fara að taka stórkostlegar ákvarðanir um að breyta viðskiptaáætlunum út af þessu, það er kannski svolítið óvíst,“ segir hann.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira