Innlent

Ráðherra vill lögfesta persónulega aðstoð

Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir
Frumvarp til laga um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) fyrir fatlaða einstaklinga hefur ekki verið lagt fram.

Þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt á síðasta kjörtímabili þar sem segir að ráðherra félagsmála skuli leggja fram frumvarp til laga á árinu 2014 þar sem NPA verði lögfest sem eitt meginform aðstoðar við fatlað fólk. Þetta kom fram í ræðu Bjartar Ólafsdóttur úr Bjartri framtíð í sérstakri umræðu á Alþingi í fyrradag um framtíðarfyrirkomulag aðstoðar við fatlað fólk.

Eygló HArðardóttir
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra sagði tilraunaverkefnið hafa gengið vel og þeir fötluðu einstaklingar sem hefðu fengið þjónustuna væru ánægðir með hana. „Ég tel mikilvægt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest í nýrri löggjöf,“ sagði Eygló.

Rannsóknir benda til þess að þó stofnkostnaður við aðstoðina geti verið hár sé framtíðarábatinn af verkefninu mikill þar sem hann ýtir undir atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og veitir þeim rétt til sjálfstæðs lífs.

Fram kom í máli ráðherra að tilraunaverkefnið hafi verið framlengt um tvö ár til loka ársins 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×