Enski boltinn

Er lélegt form Di Maria innbrotsþjófum að kenna?

Di Maria hefur átt erfitt uppdráttar.
Di Maria hefur átt erfitt uppdráttar. vísir/getty
Argentínumaðurinn Angel di Maria hefur verið heillum horfinn síðustu vikur en það gæti verið ástæða fyrir því.

Í síðasta mánuði var brotist inn til hans á meðan fjölskyldan var að borða kvöldmat. Það var erfið lífsreynsla fyrir fjölskylduna. Þjófarnir hlupu á brott er öryggiskerfið fór í gang.

Hún flutti í kjölfarið á hótel og hefur haft öryggisverði í kringum sig allan sólarhringinn. Húsið er farið á sölu þangað fer fjölskyldan aldrei aftur.

Þau hafa fundið sér nýtt hús sem er öruggara og forráðamenn United vonast til þess að andleg heilsa leikmannsins verði betri í kjölfarið.

Margir vilja tengja þessa lífsreynslu við lélega spilamennsku leikmannsins en eflaust kemur meira til þó svo þessi uppákoma hafi ekki hjálpað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×