Engar reglur brotnar við leyfið Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:00 ABC-fréttastofan sendi morgunþátt sinn Good morning America frá lokuðu svæði við Holuhraun. Fréttablaðið/Valli Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir engar reglur hafa verið brotnar þegar bandarísku fréttastofunni ABC var veitt leyfi til að senda út morgunþátt sinn frá lokuðu svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Umboðsmanni Alþingis barst um helgina erindi þess efnis að fréttastofan bandaríska hefði fengið sérmeðferð og talið var að umsókn um að komast á lokað svæði hefði fengið hraðari meðferð. Umboðsmaður staðfestir að erindið hafi verið móttekið.Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóraVíðir telur þá meðferð sem ABC-fréttastofan fékk ekki á nokkurn hátt frábrugðna því vinnulagi sem almannavarnadeildin vinni eftir. „Umsóknin var innan allra þeirra marka sem við höfum sett okkur varðandi aðgang að lokuðu svæði vegna eldsumbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni. Þarna hafi verið á ferðinni þrettán fréttamenn og tæknimenn. Fjórtán mönnum er heimilt að vera á svæðinu í einu. Má einnig segja að gerðar hafi verið meiri kröfur til öryggis þeirra. Fréttastofan ætlaði sér að nota einungis þyrlur við flutninga á fólki en við gerðum kröfu um að einnig væri hægt að flytja fólk á jörðu niðri. Því þurfti þessi aðili að kosta meiru til í þjónustu,“ segir Víðir. „Allir fá sömu meðferð hjá okkur og enginn hefur hingað til fengið neina sérmeðferð.“ Bárðarbunga Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir engar reglur hafa verið brotnar þegar bandarísku fréttastofunni ABC var veitt leyfi til að senda út morgunþátt sinn frá lokuðu svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Umboðsmanni Alþingis barst um helgina erindi þess efnis að fréttastofan bandaríska hefði fengið sérmeðferð og talið var að umsókn um að komast á lokað svæði hefði fengið hraðari meðferð. Umboðsmaður staðfestir að erindið hafi verið móttekið.Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóraVíðir telur þá meðferð sem ABC-fréttastofan fékk ekki á nokkurn hátt frábrugðna því vinnulagi sem almannavarnadeildin vinni eftir. „Umsóknin var innan allra þeirra marka sem við höfum sett okkur varðandi aðgang að lokuðu svæði vegna eldsumbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni. Þarna hafi verið á ferðinni þrettán fréttamenn og tæknimenn. Fjórtán mönnum er heimilt að vera á svæðinu í einu. Má einnig segja að gerðar hafi verið meiri kröfur til öryggis þeirra. Fréttastofan ætlaði sér að nota einungis þyrlur við flutninga á fólki en við gerðum kröfu um að einnig væri hægt að flytja fólk á jörðu niðri. Því þurfti þessi aðili að kosta meiru til í þjónustu,“ segir Víðir. „Allir fá sömu meðferð hjá okkur og enginn hefur hingað til fengið neina sérmeðferð.“
Bárðarbunga Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira