Svanur í sjálfheldu á bílskúrsþaki Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 14:14 Svanurinn var hinn álkulegasti á bílskúrsþakinu lengi vel áður en hann mannaði sig upp í að taka glæfralegt stökkið. Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn. Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn.
Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira