„Ég gerði henni mjög skýrt grein fyrir því að ég væri ósátt við hennar ummæli“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. apríl 2015 07:00 Ragnhildur segir ummæli aðstoðarmanns út úr kortinu. Skjáskot/Rúv „Mér fannst þetta mjög undarlegt og var mjög ósátt við þessi ummæli,“ segir Ragnhildur Thorlacius, fréttamaður á RÚV, um samskipti sín við Sigríði Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Sigríður hafði samband við Fréttastofu RÚV á sunnudagsmorgun með ósk um viðtal við ráðherrann. Ragnhildur var vaktstjóri á fréttastofunni á sunnudag og tók við símtalinu. Hún segir Sigríði hafa sagt ráðherra vilja tjá sig í framhaldi af frétt sem hafði verið í hádegisfréttum útvarps á laugardag og fjallaði um að GRECO, hópur ríkja sem berst gegn spillingu, hefði gagnrýnt Ísland fyrir að bregðast ekki við tillögum hópsins um hagsmunaskráningu íslenskra þingmanna. Illugi og tengsl hans við Orku Energy voru nefnd í fréttinni.Sjá einnig: Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína „Ég las fréttina yfir og áttaði mig ekki alveg á því af hverju hann vildi tjá sig en hann er vissulega nefndur í fréttinni og mér fannst ekki hægt að hafna því að tala við hann, en við myndum taka efnislega afstöðu til þess hvort það sem hann hefði að segja væri fréttnæmt eða ekki,“ segir Ragnhildur. „Síðan segir hún eitthvað á þá leið að hún sé að hafa samband af því að „þið eruð útvarpið okkar“. Ég hvái og segi: við erum í eigu þjóðarinnar. Þá segir hún að þetta sé stofnun sem heyri undir menntamálaráðuneytið. Ég segi að ég sjái ekki hvernig það komi málinu við. Og hún segir að það sé engin dýpri merking á bak við það,“ segir Ragnhildur og tekur fram að hún hafi verið afar undrandi á þessum ummælum, en RÚV ohf. heyrir undir menntamálaráðuneytið. Stuttu seinna kom Sigríður upp í útvarpshús á undan ráðherra. „Við ræddum saman og ég gerði henni mjög skýrt grein fyrir því að ég væri ósátt við hennar ummæli,“ segir Ragnhildur. Viðtal var tekið við Illuga í kjölfarið. „Ég veit í rauninni ekkert fyrr en eftir viðtalið um hvað málið snýst. Síðan lagði ég efnislegt mat á að það væri vissulega fréttnæmt sem ráðherra væri að segja. Og ég fullyrði að það sem aðstoðarmaður hafði að segja hafði engin áhrif á það. Hins vegar er ég ákaflega ósátt við þessi ummæli aðstoðarmanns. Mér finnst þau algjörlega út úr kortinu og ég hef ekki, og sagði það líka við hana, upplifað svona á þessum átta árum sem ég hef starfað þarna,“ segir Ragnhildur. Í viðtalinu segir Illugi frá því að hann hafi selt íbúð sína til stjórnarformanns Orku Energy vegna fjárhagserfiðleika og leigi hana af honum núna. Segist hann vilja upplýsa um þetta þar sem hann hafi viljað hafa öll tengsl upp á borðum. Fréttamönnum RÚV var hins vegar ekki kunnugt um það að á laugardeginum og dagana á undan hafði fjölmiðillinn Stundin sent Illuga fyrirspurnir er tengdust eignarhaldsfélaginu OG Capital sem hann hafði selt til stjórnarformanns Orka Energy, en Illugi hafði ekki svarað spurningunum sem sneru að félaginu. Stundin birti svo seinna um daginn frétt þar sem kemur fram að Illugi hafi afsalað sér eigninni til eignarhaldsfélagsins OG Capital, sem sé í eigu stjórnarformanns Orka Energy en hafi áður verið í eigu Illuga, eða allt til enda ársins 2013 þegar hann seldi það til stjórnarformannsins.Sigríður Hallgrímsdóttir.Ragnhildur segir að þegar þau hafi séð þá frétt þá hafi það blasað við að þar hafi verið búið að vera að grafast fyrir um málið. Það hafi því verið gerð frétt inn á vef RÚV þar sem vitnað var í fréttina og einnig í kvöldfréttum sjónvarps, en Illugi hafði ekki talað um eignarhaldsfélagið í viðtali RÚV. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún kannist við ummælin en þau hafi ekki verið sögð í þeim tilgangi að beita pólitískum þrýstingi. „Ég hélt að þetta væri nú bara góðlátlegt símtal, ég segi í hálfkæringi að við séum á leiðinni í stofnunina okkar, man ekki nákvæmlega hvernig ég orðaði þetta en það var eitthvað svona, við erum á leiðinni í stofnunina okkar. Svo endar símtalið og ég mæti niður á fréttastofu,“ segir hún. Sigríði segist hafa brugðið við að Ragnhildur skyldi hafa túlkað orð hennar með þessum hætti.Sjá einnig: Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi „Ég var mjög hissa, bað hana afsökunar og áttaði mig ekki á því að hún hefði getað skilið orð mín með þessum hætti. Það er engin djúp meining á bak við þetta en það sem ég átti nú við var bara útvarp okkar allra landsmanna og þetta er bara sagt í hálfkæringi,“ segir Sirrý. „En maður lærir bara af því og vandar sig betur í samskiptum.“ Hún segir einnig að ráðherra hafi ekki borist fyrirspurnir frá fjölmiðlum sem snúið hafi að íbúð Illuga. Illugi og Orka Energy Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
„Mér fannst þetta mjög undarlegt og var mjög ósátt við þessi ummæli,“ segir Ragnhildur Thorlacius, fréttamaður á RÚV, um samskipti sín við Sigríði Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Sigríður hafði samband við Fréttastofu RÚV á sunnudagsmorgun með ósk um viðtal við ráðherrann. Ragnhildur var vaktstjóri á fréttastofunni á sunnudag og tók við símtalinu. Hún segir Sigríði hafa sagt ráðherra vilja tjá sig í framhaldi af frétt sem hafði verið í hádegisfréttum útvarps á laugardag og fjallaði um að GRECO, hópur ríkja sem berst gegn spillingu, hefði gagnrýnt Ísland fyrir að bregðast ekki við tillögum hópsins um hagsmunaskráningu íslenskra þingmanna. Illugi og tengsl hans við Orku Energy voru nefnd í fréttinni.Sjá einnig: Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína „Ég las fréttina yfir og áttaði mig ekki alveg á því af hverju hann vildi tjá sig en hann er vissulega nefndur í fréttinni og mér fannst ekki hægt að hafna því að tala við hann, en við myndum taka efnislega afstöðu til þess hvort það sem hann hefði að segja væri fréttnæmt eða ekki,“ segir Ragnhildur. „Síðan segir hún eitthvað á þá leið að hún sé að hafa samband af því að „þið eruð útvarpið okkar“. Ég hvái og segi: við erum í eigu þjóðarinnar. Þá segir hún að þetta sé stofnun sem heyri undir menntamálaráðuneytið. Ég segi að ég sjái ekki hvernig það komi málinu við. Og hún segir að það sé engin dýpri merking á bak við það,“ segir Ragnhildur og tekur fram að hún hafi verið afar undrandi á þessum ummælum, en RÚV ohf. heyrir undir menntamálaráðuneytið. Stuttu seinna kom Sigríður upp í útvarpshús á undan ráðherra. „Við ræddum saman og ég gerði henni mjög skýrt grein fyrir því að ég væri ósátt við hennar ummæli,“ segir Ragnhildur. Viðtal var tekið við Illuga í kjölfarið. „Ég veit í rauninni ekkert fyrr en eftir viðtalið um hvað málið snýst. Síðan lagði ég efnislegt mat á að það væri vissulega fréttnæmt sem ráðherra væri að segja. Og ég fullyrði að það sem aðstoðarmaður hafði að segja hafði engin áhrif á það. Hins vegar er ég ákaflega ósátt við þessi ummæli aðstoðarmanns. Mér finnst þau algjörlega út úr kortinu og ég hef ekki, og sagði það líka við hana, upplifað svona á þessum átta árum sem ég hef starfað þarna,“ segir Ragnhildur. Í viðtalinu segir Illugi frá því að hann hafi selt íbúð sína til stjórnarformanns Orku Energy vegna fjárhagserfiðleika og leigi hana af honum núna. Segist hann vilja upplýsa um þetta þar sem hann hafi viljað hafa öll tengsl upp á borðum. Fréttamönnum RÚV var hins vegar ekki kunnugt um það að á laugardeginum og dagana á undan hafði fjölmiðillinn Stundin sent Illuga fyrirspurnir er tengdust eignarhaldsfélaginu OG Capital sem hann hafði selt til stjórnarformanns Orka Energy, en Illugi hafði ekki svarað spurningunum sem sneru að félaginu. Stundin birti svo seinna um daginn frétt þar sem kemur fram að Illugi hafi afsalað sér eigninni til eignarhaldsfélagsins OG Capital, sem sé í eigu stjórnarformanns Orka Energy en hafi áður verið í eigu Illuga, eða allt til enda ársins 2013 þegar hann seldi það til stjórnarformannsins.Sigríður Hallgrímsdóttir.Ragnhildur segir að þegar þau hafi séð þá frétt þá hafi það blasað við að þar hafi verið búið að vera að grafast fyrir um málið. Það hafi því verið gerð frétt inn á vef RÚV þar sem vitnað var í fréttina og einnig í kvöldfréttum sjónvarps, en Illugi hafði ekki talað um eignarhaldsfélagið í viðtali RÚV. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún kannist við ummælin en þau hafi ekki verið sögð í þeim tilgangi að beita pólitískum þrýstingi. „Ég hélt að þetta væri nú bara góðlátlegt símtal, ég segi í hálfkæringi að við séum á leiðinni í stofnunina okkar, man ekki nákvæmlega hvernig ég orðaði þetta en það var eitthvað svona, við erum á leiðinni í stofnunina okkar. Svo endar símtalið og ég mæti niður á fréttastofu,“ segir hún. Sigríði segist hafa brugðið við að Ragnhildur skyldi hafa túlkað orð hennar með þessum hætti.Sjá einnig: Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi „Ég var mjög hissa, bað hana afsökunar og áttaði mig ekki á því að hún hefði getað skilið orð mín með þessum hætti. Það er engin djúp meining á bak við þetta en það sem ég átti nú við var bara útvarp okkar allra landsmanna og þetta er bara sagt í hálfkæringi,“ segir Sirrý. „En maður lærir bara af því og vandar sig betur í samskiptum.“ Hún segir einnig að ráðherra hafi ekki borist fyrirspurnir frá fjölmiðlum sem snúið hafi að íbúð Illuga.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira