Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS fanney birna jónsdóttir skrifar 28. apríl 2015 07:00 Björn Snæbjörnsson Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Launakröfur Starfsgreinasambandsins (SGS) eru um launahækkanir á bilinu 50 til 52 prósent á þremur árum samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Krónutöluhækkunin er á bilinu 98 til 127 þúsund krónur. Fréttablaðið hefur einnig undir höndum tölur um meðallaun ýmissa starfsstétta Starfsgreinasambandsins. Sem dæmi má nefna að meðalgrunnlaun bensínafgreiðslufólks eru 225.715 krónur á mánuði. Heildarlaun starfsmannsins með yfirvinnu og öðru eru 341.408 krónur. SGS leggur sérstaka áherslu á að dagvinnulaun hækki þannig að hægt sé að lifa á þeim einum. Samkvæmt síðustu kjarasamningum eru lágmarksmánaðarlaun bensínafgreiðslumanns 209.500 krónur. Miðað við kröfur SGS myndu laun þessa starfsmanns hækka upp í 315.000 krónur á þremur árum eða rúmlega 35.000 krónur á ári fram til ársins 2017. Hækkunin nemur 50,4%. „Við erum að tala um lága krónutölu þótt það megi finna háar prósentur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Mikið hefur verið rætt um mögulegar efnahagslegar afleiðingar þess að samið verði um of miklar launahækkanir. Björn segir fólkið sem sé á lægstu töxtunum ekki geta tekið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það verða fleiri að taka ábyrgð. Við erum að horfa á þriggja ára plan, sem þýðir í kringum 16 til 17% hækkun á ári. Við teljum að þjóðfélagið geti alveg þolað þessar hækkanir.“ Aðspurður um ábyrgð sambandsins á launaskriði sem færi af stað ef allir fengju samninga sambærilega þeim sem SGS biður um segir Björn ríkið hafa hleypt boltanum af stað með ýmsum samningum, meðal annars við kennara. „Af hverju stoppuðu þeir það ekki ef slíkar hækkanir eru óraunhæfar? Þeir samningar hafa ekki ruggað neinu,“ segir Björn. Hann bætir því við að kröfugerðin sé í samræmi við það sem aðrir hafa fengið að undanförnu.„Við erum að semja fyrir okkar hóp, við erum ekki að horfa á aðra.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ómögulegt að horfa á krónutöluhækkanir í þessu samhengi, hjá SGS séu 10 þúsund manns að biðja um 50% launahækkun. „Þetta er hækkun á taxtakerfi sem í dag er 260 þúsund að meðaltali en skilar 430 þúsund króna tekjum á mánuði. Ef þú hækkar 430 þúsund um 50% ertu kominn með 640 þúsund krónur á mánuði fyrir þennan 10 þúsund manna hóp. Til samanburðar eru meðallaun iðnaðarmanna 600 þúsund krónur og meðallaun BHM í kringum 550 þúsund. Svo getur maður bara haldið áfram að telja. Þetta eru kröfurnar og það er enginn hópur að fara að sætta sig við að hækka eitthvað minna heldur en aðrir.“ Þorsteinn segir samninga við SGS alltaf mundu verða fordæmi. „SGS grundvallar sína kröfugerð meðal annars með vísan í samninga við lækna og kennara. Með sama hætti eru allir hópar á vinnumarkaði núna að grundvalla sína kröfugerð með vísan til einhverra samninga sem aðrir aðilar hafa verið að gera. Þannig að ef við myndum semja um 50% launahækkun við SGS til þriggja ára þá yrði það bara lágmarksviðmið allra annarra samninga sem á eftir kæmu.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira