Enski boltinn

Villa í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 2010

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabian Delph tekur í gikkinn og skorar fyrra mark Aston Villa.
Fabian Delph tekur í gikkinn og skorar fyrra mark Aston Villa. vísir/getty
Aston Villa verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. Villa-menn tryggðu sér sæti á Wembley með 2-0 sigri á nágrönnum sínum í West Brom á Villa Park í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Villa kemst í undanúrslitin en árið 2010 tapaði liðið 3-0 fyrir Chelsea á Wembley.

Staðan var markalaus í hálfleik í kvöld en á 51. mínútu kom Fabian Delph Villa yfir með góðu skoti.

Scott Sinclair gulltryggði svo sigurinn með öðru marki á 85. mínútu en fimm mínútum var Claudio Yacob, miðjumaður West Brom, rekinn út af með sitt annað gula spjald.

Í uppbótartíma fauk svo miðjumaður Villa, Jack Grealish, út af en hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og lagði seinna markið upp.

Aston Villa hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 1957.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá Bradford og Reading

Bradford og Reading þurfa að mætast að nýju eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik átta-liða úrslita ensku bikarkeppninnar.

Sherwood ráðinn til Villa

Tim Sherwood hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Aston Villa fram til ársins 2018, en félagið staðfesti þetta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×