Getur ekki unnið að verkefnum á spítalanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. maí 2015 07:15 Auður Anna Aradóttir segir nemendur skilja kröfur háskólamenntaðra. Fréttablaðið/Andri „Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“ Verkfall 2016 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
„Ég held að við nemendurnir höfum góðan skilning á þeim kröfum sem háskólamenntaðir hafa uppi í kjarasamningum sínum,“ segir Auður Anna Aradóttir sem leggur stund á lífeindafræði í Háskóla Íslands. Hún fer þó ekki varhluta af verkfallsaðgerðum lífeindafræðinga sem valda nokkurri truflun á námi hennar. „Þetta er náttúrlega alveg glatað. Það er ekkert gaman að vera nemi og vera í verkfalli.“ Helstu truflunina segir hún vera af því að geta ekki verið í vinnunni og í þeirri aðstöðu sem þarf hjá Landspítalanum til þess að hún geti unnið að sínum verkefnum. „Ég get til dæmis ekki verið með alls konar frumuvinnu sem ég ætti annars venjulega að geta verið með. En ég get setið heima og skrifað ritgerð,“ bætir hún við. Tíminn fari því ekki með öllu til spillis og hún stefni á útskrift í haust. „Maður reynir að gera það besta úr stöðunni og skilur að þarna er um að ræða skref sem þurfti að taka því það er ekkert mjög spennandi að vinna hjá ríkinu eftir langt nám, því launin eru rosalega lág. Ég skil því mjög vel að gripið sé til verkfallsvopnsins, þó það komi kannski ekki vel út fyrir mig akkúrat núna.“ Þá bendir Auður á að lág laun í faginu hafi svo sem ekki verið að hvetja fólk í nám. „Fólk er til dæmis nánast alveg hætt að skrá sig í nám í lífeindafræði og yfirvofandi skortur á lífeindafræðingum á spítölunum. Eins er það með hjúkrunarfræðingana. Þú ert kannski að leggja á þig fjögurra til fimm ára nám og færð í rauninni ekkert mikið meira fyrir það en ef þú myndir sleppa þessu alveg.“
Verkfall 2016 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira