Enski boltinn

Koeman sleit hásin og stjórinn gæti misst af fyrsta leik Southampton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronald Koeman á hækjum í gær.
Ronald Koeman á hækjum í gær. Vísir/Getty
Southampton mætir Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn en svo gæti farið að knattspyrnustjóri Southampton geti ekki byrjað tímabilið eins og leikmennirnir hans.

Hollendingurinn Ronald Koeman varð fyrir því óláni að slíta hásin á miðvikudaginn á æfingu Southampton-liðsins fyrir Evrópudeildarleik á móti Vitesse Arnhem.

Southampton vann leikinn 2-0 og sló Vitesse Arnhem þar með út 5-0 samanlagt. Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar liðsins í umspili um sæti í Evrópudeildinni.

Ronald Koeman er enn í Hollandi þar sem hann mun hitta sérfræðing en ekki er ljóst hvort að hann fari í aðgerð eða ekki.

Ronald Koeman tók við liði Southampton fyrir síðasta tímabil og náði frábærum árangri með liðið þótt að það hafi selt marga af sínum bestu leikmönnum frá tímabilinu á undan.

Southampton náði sínum besta árangri í ensku úrvalsdeildinni (7. sæti) og tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan 2003-04 tímabilið.  

Ronald Koeman er orðinn 52 ára gamall en hann átti frábæran feril sem leikmaður og spilaði meðal annars í sex ár með Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×