Enski boltinn

Manchester United ætti líka að vera með kvennalið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kvennalið Chelsea varð enskur bikarmeistari á dögunum.
Kvennalið Chelsea varð enskur bikarmeistari á dögunum. Vísir/Getty
Tracey Crouch, íþróttamálaráðherra Breta, hefur gagnrýnt Manchester United opinberlega fyrir að starfrækja ekki kvennafótboltalið.

Kvennafótboltinn í Englandi er í mikill sókn eftir að enska landsliðið vann bronsverðlaun á HM í Kanada í sumar.

Það vekur vissa athygli að Manchester City, Chelsea, Liverpool og Arsenal eru öll með kvennalið en ekki Manchester United.

Liverpool er enskur meistari hjá konunum, Chelsea er enskur bikarmeistari og Arsenal er sigursælasta kvennaliðið á Englandi frá upphafi.

Manchester United er með stúlknalið og unglingastarf kvennamegin en meistaraflokkur kvenna hjá félaginu var lagður af árið 2005.

„Það veldur ótrúlega miklum vonbrigðum að eitt af stærstu félögunum í heimi sé ekki með kvennalið," sagði Tracey Crouch, í viðtali við BBC.

„Þeir er með mjög gott unglingastarf fyrir stelpurnar en það skilar sér samt ekki í kvennaliði. Nú þegar það er ótrúlega mikill áhugi á kvennafótbolta í landinu þá ættu þeir að nýta það og bæta úr þessu hið snarasta," sagði Crouch.

Það eru engin plön í gangi hjá Manchester United að endurvekja kvennalið sitt en félagið segir að framtíð kvenna hjá félaginu sé samt í skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×