„Allavega ekki að koma ísöld“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2015 13:20 Sævar Helgi Bragason. Vísir/Anton „Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “ Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira