Karólína Eiríksdóttir bæjarlistamaður Garðabæjar 2015 Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2015 15:33 Garðabær hefur veitt styrk til listamanns eða listamanna allt frá árinu 1992. Mynd/ Valdimar Tryggvi Kristófersson Karólína Eiríksdóttir tónskáld er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2015. Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2015 á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í samkomuhúsinu á Garðaholti í gær. Garðabær hefur veitt styrk til listamanns eða listamanna allt frá árinu 1992 og hefur sá aðili sem fyrir valinu verður verið nefndur bæjarlistamaður Garðabæjar. Í tilkynningu frá Garðabæ segir að þetta hafi verið í fjórða sinn sem sérstök menningaruppskeruhátíð sé haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. „Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar til ungra og efnilegra listamanna í Garðabæ sem fengu úthlutaða styrki úr Hvatningarsjóði ungra listamanna vorið 2015. Kvennakór Garðabæjar var einnig heiðraður fyrir öflugt menningarstarf í 15 ár.Karólína Eiríksdóttir – bæjarlistamaður Garðabæjar 2015Karólína Eiríksdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt svo til framhaldsnáms við University of Michigan þaðan sem hún lauk meistaraprófi í tónlistarsögu og -rannsóknum árið 1976 og meistaraprófi í tónsmíðum árið 1978. Hún hefur frá árinu 1979 unnið við tónsmíðar, kennslu og margvísleg önnur tónlistarstörf. Karólína hefur verið í stjórnum Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Tónskáldafélags Íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Tónverk Karólínu hafa verið flutt víðsvegar um heim m.a. á norrænum tónlistarhátíðum og á Íslandi. Verkin eru af fjölbreyttum toga, níu verk fyrir sinfóníuhljómsveit, fjórar óperur, verk fyrir kammerhljómsveitir, kammer- og einleiksverk, verk fyrir einsöngvara og kóra og raftónlist. Meðal verka hennar í gegnum tíðina má nefna hljómsveitarverkið ,,Sónans“ sem var flutt við opnun Scandinavia Today í Washington D.C. árið 1980. Ríkissjónvarpið pantaði verkið ,,Sinfonietta“ fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1985. Óperan ,,Någon har jag sett“ var pöntuð og flutt af Vadstena Akademien í Svíþjóð og hefur síðan verið flutt í Reykjavík, Lundúnum og Greifswald. Árið 1992 var Karólína eitt þeirra tónskálda sem kynnt voru á Norrænu tónlistarhátíðinni í Gautaborg. Toccata fyrir hljómsveit var pöntuð og flutt af Orkester Norden árið 1999, m. a. við opnun Norrænu sendiráðanna í Berlínar Fílharmoníu tónlistarhúsinu sama ár. Kammeróperan ,,Maður lifandi“ var flutt í Reykjavík árið 1999 og tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2000. Óperan ,,Skuggaleikur“ við texta eftir Sjón var frumflutt í Íslensku Óperunni í samvinnu við Strengjaleikhúsið í nóvember 2006 og sú ópera var einnig tilnefnd til tónskáldaverðlauna Norðurlandanna. Einnig má nefna verk unnin í samvinnu við myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro: ,,Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands“ (2008), ,,Caregivers“ (2008) og ,,Landið þitt er ekki til“ (2011), sem hafa öll verið sýnd víða um heim. ,,Stjórnarskrá Lýðveldisins“ og ,,Landið þitt er ekki til“ voru framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2011. Auk þessa hefur tónlist Karólínu verið flutt við ýmis tækifæri, t.d. af BBC Scottish Symphony Orchestra í Glasgow, Arditti Strengjakvartettinum í London, Íslensku kammerhljómsveitinni í Kennedy Center, Washington D.C., á Norrænum músíkdögum, Kuhmo hátíðinni í Finnlandi, Myrkum músíkdögum, raftónlistarhátíðum í Svíþjóð og á Íslandi, ISCM í Moldavíu og Sinfóníuhljómsveitinni í Santa Fé í Argentínu. Verk Karólínu er að finna á fjölmörgum geisladiskum í flutningi ýmissa listamanna og hljómsveita. Nýjasta verk Karólínu er óperan ,,Magnús María“, sem var frumflutt á Álandseyjum í júlí 2014 og hefur í kjölfarið verið sýnd í Svíþjóð og Finnlandi. Óperan var frumsýnd í óperunni í Osló 23. maí sl. og í Ystad í Svíþjóð 27. maí. Listahátíð í Reykjavík í ár er innblásin af verkum kvenna á mörgum sviðum í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna og verk Karólínu eru þar á meðal. Þrjú verk eftir Karólínu Eiríksdóttur eru sýnd á Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir og óperan MagnusMaria verður sýnd 3. júní nk. í Þjóðleikhúsinu.“ Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Karólína Eiríksdóttir tónskáld er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2015. Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2015 á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem var haldin í samkomuhúsinu á Garðaholti í gær. Garðabær hefur veitt styrk til listamanns eða listamanna allt frá árinu 1992 og hefur sá aðili sem fyrir valinu verður verið nefndur bæjarlistamaður Garðabæjar. Í tilkynningu frá Garðabæ segir að þetta hafi verið í fjórða sinn sem sérstök menningaruppskeruhátíð sé haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. „Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar til ungra og efnilegra listamanna í Garðabæ sem fengu úthlutaða styrki úr Hvatningarsjóði ungra listamanna vorið 2015. Kvennakór Garðabæjar var einnig heiðraður fyrir öflugt menningarstarf í 15 ár.Karólína Eiríksdóttir – bæjarlistamaður Garðabæjar 2015Karólína Eiríksdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hélt svo til framhaldsnáms við University of Michigan þaðan sem hún lauk meistaraprófi í tónlistarsögu og -rannsóknum árið 1976 og meistaraprófi í tónsmíðum árið 1978. Hún hefur frá árinu 1979 unnið við tónsmíðar, kennslu og margvísleg önnur tónlistarstörf. Karólína hefur verið í stjórnum Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Tónskáldafélags Íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Tónverk Karólínu hafa verið flutt víðsvegar um heim m.a. á norrænum tónlistarhátíðum og á Íslandi. Verkin eru af fjölbreyttum toga, níu verk fyrir sinfóníuhljómsveit, fjórar óperur, verk fyrir kammerhljómsveitir, kammer- og einleiksverk, verk fyrir einsöngvara og kóra og raftónlist. Meðal verka hennar í gegnum tíðina má nefna hljómsveitarverkið ,,Sónans“ sem var flutt við opnun Scandinavia Today í Washington D.C. árið 1980. Ríkissjónvarpið pantaði verkið ,,Sinfonietta“ fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1985. Óperan ,,Någon har jag sett“ var pöntuð og flutt af Vadstena Akademien í Svíþjóð og hefur síðan verið flutt í Reykjavík, Lundúnum og Greifswald. Árið 1992 var Karólína eitt þeirra tónskálda sem kynnt voru á Norrænu tónlistarhátíðinni í Gautaborg. Toccata fyrir hljómsveit var pöntuð og flutt af Orkester Norden árið 1999, m. a. við opnun Norrænu sendiráðanna í Berlínar Fílharmoníu tónlistarhúsinu sama ár. Kammeróperan ,,Maður lifandi“ var flutt í Reykjavík árið 1999 og tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2000. Óperan ,,Skuggaleikur“ við texta eftir Sjón var frumflutt í Íslensku Óperunni í samvinnu við Strengjaleikhúsið í nóvember 2006 og sú ópera var einnig tilnefnd til tónskáldaverðlauna Norðurlandanna. Einnig má nefna verk unnin í samvinnu við myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro: ,,Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands“ (2008), ,,Caregivers“ (2008) og ,,Landið þitt er ekki til“ (2011), sem hafa öll verið sýnd víða um heim. ,,Stjórnarskrá Lýðveldisins“ og ,,Landið þitt er ekki til“ voru framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2011. Auk þessa hefur tónlist Karólínu verið flutt við ýmis tækifæri, t.d. af BBC Scottish Symphony Orchestra í Glasgow, Arditti Strengjakvartettinum í London, Íslensku kammerhljómsveitinni í Kennedy Center, Washington D.C., á Norrænum músíkdögum, Kuhmo hátíðinni í Finnlandi, Myrkum músíkdögum, raftónlistarhátíðum í Svíþjóð og á Íslandi, ISCM í Moldavíu og Sinfóníuhljómsveitinni í Santa Fé í Argentínu. Verk Karólínu er að finna á fjölmörgum geisladiskum í flutningi ýmissa listamanna og hljómsveita. Nýjasta verk Karólínu er óperan ,,Magnús María“, sem var frumflutt á Álandseyjum í júlí 2014 og hefur í kjölfarið verið sýnd í Svíþjóð og Finnlandi. Óperan var frumsýnd í óperunni í Osló 23. maí sl. og í Ystad í Svíþjóð 27. maí. Listahátíð í Reykjavík í ár er innblásin af verkum kvenna á mörgum sviðum í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna og verk Karólínu eru þar á meðal. Þrjú verk eftir Karólínu Eiríksdóttur eru sýnd á Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir og óperan MagnusMaria verður sýnd 3. júní nk. í Þjóðleikhúsinu.“
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira