Lífið

Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Darri kom ekki út orði þegar hann hitti Aniston.
Ólafur Darri kom ekki út orði þegar hann hitti Aniston. vísir/getty
„Mín svona „star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína.

„Ég hitti einu sinni Jennifer Aniston. Ég á vin sem var að leika í bíómynd með henni og hann bauð mér á tökustað og ég og konan mín fengum að hitta Jennifer. Ég var með sólgleraugu og sem betur fer því ég stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð.“

Kvikmyndin The Last Witch Hunter var frumsýnd í New York í síðustu viku en með aðalhlutverk í myndinni fara meðal annars Vin Diesel, Rose Leslie, Elijah Wood og Ólafur Darri Ólafsson.

Ólafur segir að sem betur fer hafi konan hans náð að tala eitthvað við leikkonuna því hann hafi ekki komið út einu orði.

„Ég sagði eiginlega ekki neitt, bara eins og ég væri eitthvað fúll, en ég gat bara ekki talað. Ég hefði sjálfur haldið að einhver annar myndi fá mig til að verða „star struck“ en síðan kemur það bara úr ólíklegustu átt,“ segir Ólafur sem hefur meðal annars hitt Steven Spielberg og rædd við hann.

„Hann er reyndar bara svo ótrúlega indæll, með indælli mönnum sem ég hef kynnst.“

Hér að neðan má hlusta á þetta skemmtilega viðtal við Ólaf.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×