Innlent

Fékk að ræða við móður sína

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Greindarskertur maður hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni í tæplega sex vikur.
Greindarskertur maður hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni í tæplega sex vikur. vísir/heiða
Greindarskertur ­hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu.

Hann, ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi, er í einangrun í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.

Að sögn verjanda mannsins telur lögreglan ekki efni til að aflétta einangrun yfir manninum þrátt fyrir að farið hafi verið fram á geðrannsókn á honum.

Af gögnum málsins má sjá að við skýrslutöku greindi hinn Hollendingurinn frá því að maðurinn væri með þroska á við tólf ára barn.

Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir mönnunum renna út á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×