Aukið Norðurslóðasamstarf ofarlega á baugi í Seúl Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 12:10 Ólafur Ragnar Grímsson og Park Geun-hye takast í hendur í Seúl. mynd/yonhapnews Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira