111 ára sögu Símaskráarinnar lýkur á næsta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 10:39 Stefán Pálsson og Goddur. mynd/já Símaskráin verður gefin út í síðasta sinn á næsta ári en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Já sem hefur gefið skrána út. Í tilefni af því að um síðustu símaskrána verður að ræða mun sérstök hátíðarútgáfa af Símaskránni koma út og hefur sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fengið það verkefni að skrá sögu hennar sem telur þá 111 ár. Þá verður hönnun forsíðunnar í höndum Godds, prófessors við hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Fyrsta Símaskráin kom út þann 15. ágúst árið 1905 en ákvörðunin nú um að hætta útgáfunni er tekin í takt við nýja tíma, er haft eftir Margréti Gunnlaugsdóttur, viðskipta-og þróunarstjóra Já, í tilkynningu. Þá er haft eftir Stefáni Pálssyni að varla sé hægt að hugsa sér hversdagslegri hlut en Símaskrána enda hafi hún verið til á hverju heimili síðan maður man eftir sér. „En það er einmitt svo skemmtilegt að skoða þessa hversdagslegu hluti í nærumhverfinu og uppgötva að þeir eiga sér líka sögu og hafa þróast í takt við samfélagið. Símaskráin hefur komið út á hverju ári í meira en öld og er þess vegar líka samfélagsspegill. Ég hlakka til að kafa oní þessa sögu og skoða gamlar skrár með hagnýtum leiðbeiningum um allt frá notkun símtækja yfir í hvernig bregðast skuli við kjarnorkustyrjöld,“ segir Stefán. Það er þó rétt að taka fram að upplýsingar um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja verða áfram aðgengilegar á heimasíðunni já.is, í Já-appinu sem og í símanúmeri 1818. Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Símaskráin verður gefin út í síðasta sinn á næsta ári en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Já sem hefur gefið skrána út. Í tilefni af því að um síðustu símaskrána verður að ræða mun sérstök hátíðarútgáfa af Símaskránni koma út og hefur sagnfræðingurinn Stefán Pálsson fengið það verkefni að skrá sögu hennar sem telur þá 111 ár. Þá verður hönnun forsíðunnar í höndum Godds, prófessors við hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Fyrsta Símaskráin kom út þann 15. ágúst árið 1905 en ákvörðunin nú um að hætta útgáfunni er tekin í takt við nýja tíma, er haft eftir Margréti Gunnlaugsdóttur, viðskipta-og þróunarstjóra Já, í tilkynningu. Þá er haft eftir Stefáni Pálssyni að varla sé hægt að hugsa sér hversdagslegri hlut en Símaskrána enda hafi hún verið til á hverju heimili síðan maður man eftir sér. „En það er einmitt svo skemmtilegt að skoða þessa hversdagslegu hluti í nærumhverfinu og uppgötva að þeir eiga sér líka sögu og hafa þróast í takt við samfélagið. Símaskráin hefur komið út á hverju ári í meira en öld og er þess vegar líka samfélagsspegill. Ég hlakka til að kafa oní þessa sögu og skoða gamlar skrár með hagnýtum leiðbeiningum um allt frá notkun símtækja yfir í hvernig bregðast skuli við kjarnorkustyrjöld,“ segir Stefán. Það er þó rétt að taka fram að upplýsingar um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja verða áfram aðgengilegar á heimasíðunni já.is, í Já-appinu sem og í símanúmeri 1818.
Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira