Innlent

Metrennsli á Austurlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Miklir vatnavextir eru nú á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og leysinga.
Miklir vatnavextir eru nú á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og leysinga. Vísir
Miklir vatnavextir eru nú á Suðausturlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og leysinga. Rennsli í Geithellnaá hefur aldrei mælst meira frá upphafi mælinga árið 1971, séu mælingar Veðurstofu Íslands réttar.

Rennsli ánnar hefur tugfaldast á innan við sólarhring og reiknaðist yfir 480 rúmmetrar á sekúndu um miðjan dag. Áður var mesta reiknaða rennsli árinnar 454 rúmmerar á sekúndu þann 31. október 1980.

Rennsli Fossár í Berufirði er einnig mikið og mælist nú það mesta frá því í desember árið 2006. Veðurstofa varar áfram við vexti í ám suðaustanlands og segir að hætta sé á vatnselgi í þéttbýli. Ekki er hægt að útiloka skriðuföll þar sem snjó hefur tekið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×