Innlent

Búist við annarri eins lægð yfir Austurlandi annað kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
Úrkoma var töluverð á Austurlandi í dag og er von á öðru eins annað kvöld.
Úrkoma var töluverð á Austurlandi í dag og er von á öðru eins annað kvöld. Vísir/Veðurstofa
Von er á lægð að Suðaustur- og Austurlandi annað kvöld og mun henni fylgja mikil úrkoma. Stormur hefur ríkt á þessu svæði síðastliðinn sólarhring sem færði með sér mikla úrkomu, einkum á Austfjörðum þar sem úrkoma mældist yfir 100 millimetra í Neskaupstað.

Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur bloggar á Veðurlíf þar sem hún segir spár gera ráð fyrir fárviðrisstreng á miðunum sem verður nærri Austurlandi. Er útlit fyrir að minnsta kosti jafn öflugan storm á svæðinu annað kvöld og var í dag.

Birta Líf segir Breta hafa nú þegar nefnt lægðina Frank en Birta segir hana djúpa og krappa og að hún muni hafa áhrif víða. Er útlit fyrir að hún nái að dæla svo miklu hlýju lofti til norðurs að hiti verði langt yfir meðaltali við Norðurpólinn.


Tengdar fréttir

Metrennsli á Austurlandi

Miklir vatnavextir eru nú á Suðausturlandi og Austfjörðum og hætta á vatnselgi í þéttbýli.

Sex hús rýmd á Eskifirði

Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×