Lífið

Um fjórðungur íslenskra kvenna kominn í Facebook-hóp Þórunnar Antoníu

Bjarki Ármannsson skrifar
Facebook-uppátæki Þórunnar Antoníu hefur heldur betur slegið í gegn.
Facebook-uppátæki Þórunnar Antoníu hefur heldur betur slegið í gegn. Vísir
Facebook-hópurinn Góða systir, sem leik- og söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir stofnaði fyrir aðeins tveimur dögum, telur nú yfir fjörutíu þúsund íslenska kvenkyns Facebook-notendur. Hópnum er ætlað að hvetja til vitundarvakningu um það hvernig konur tali um aðrar konur.

Alls hafa 42.719 gengið til liðs við hópinn þegar þetta er skrifað, eða um fjórðungur íslenskra kvenna. Til samanburðar má nefna að Beauty Tips, annar vinsæll hópur sem ætlaður er íslenskum konum eingöngu, telur nú rétt rúmlega þrjátíu þúsund.

„Frá því ég var lítil hefur mér alltaf þótt óþægilegt að hlusta á og taka þátt í illu umtali um annað fólk og sérstaklega í stórum hópi eins og samkvæmi þar sem allir eru að tala um eina manneskju sem er ekki á staðnum,“ sagði Þórunn um stofnun hópsins í viðtali við Pjatt.is á föstudag.

„Það er góð tilfinning að gera gott og láta öðrum líða vel. Það er nefnilega þannig að maður er fallegur þegar maður segir eitthvað fallegt og ljótur þegar maður segir eitthvað ljótt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×