Tónninn færir fólk til Írlands í fornöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2015 14:15 Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Mynd/Brian FitzGibbon „Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum. Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum.
Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira