Tónninn færir fólk til Írlands í fornöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2015 14:15 Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Mynd/Brian FitzGibbon „Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum. Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum.
Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira