Öll spjót standa nú á Vigdísi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 16:31 Nú er þjarmað að Vigdísi úr öllum áttum, hún er atyrt jafnvel af fyrrverandi þingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira