Öll spjót standa nú á Vigdísi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 16:31 Nú er þjarmað að Vigdísi úr öllum áttum, hún er atyrt jafnvel af fyrrverandi þingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira