Lífið

Halldóra Geirharðs lýgur um forsetaframboð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vitundarvakning UNICEF á Íslandi hefur vakið mikla athygli en þar má sjá landsþekkta aðila tjá sig um stríðsástandið í heiminum, stöðu barna á Íslandi og margt fleira.

Halldóra Geirharðsdóttir og Jón Gnarr hafa komið fram í myndböndum á samfélagsmiðlunum í dag þar sem Halldóra tilkynnir um forsetaframboð og að Jón vilji breyta aftur nafninu sínu. Einnig má sjá Gauta Þey, betur þekktan sem Emmsjé Gauta ljúga því að áhorfendum að hann ætli sér að gefa plötuna sína.

Salka Sól segist ætla að keppa í Eurovision, Vaginaboys ætla að hita upp fyrir Justin Bieber og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef, ætlar að hætta í starfi sínu.

Vissulega er um grín að ræða en þau vilja vekja athygli á því sem sé ósanngjarnt í heiminum. Það sé ósanngjarnt að ljúga svona en margt annað í heiminum sé einnig ósanngjarnt.

Öll vilja þau vekja athygli á því að það er mikilvægt að vera heimsforeldri. Myndböndin hafa vakið mikla athygli í dag og hafa tugi þúsunda horft á þau en sjá má þau hér að neðan.

Tilkynning!

Ég er með tilkynningu, ég ætla í Eurovision í Svíþjóð!!!

Posted by Salka Sól on Friday, November 20, 2015
Vaginaboys hita upp fyrir Justin Bieber

<3 Við ætlum að hita upp fyrir Justin Bieber á tónleikaferðalaginu hans í Evrópu fyrir Purpose plötuna :D

Posted by Vaginaboys on Friday, November 20, 2015

Kæru vinir, þetta kemur ykkur kannski á óvart en ég er að fara að skipta um starfsvettvang. Tjái mig ekki um það í skrifum. Meira um það í þessu myndbandi:

Posted by Bergsteinn Jónsson on Friday, November 20, 2015
Tilkynning!!!!

Linkur á 12 ný lög - download linkur í description!

Posted by Emmsjé Gauti on Friday, November 20, 2015

Forseta embættið heillar, tækifæri sem ég get ekki hafnað!!!

Posted by Halldóra Geirharðsdóttir on Friday, November 20, 2015

Ég vil fá gamla nafnið mitt aftur!

Posted by Jón Gnarr on Friday, November 20, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×