Hlaut tvenn verðlaun í keppni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:00 Hér á vinnustofunni á Korpúlfsstöðum vinnur Ninný að listsköpun sinni. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði auðvitað verið alsæl með ein verðlaun, hvað þá fyrir bæði verkin mín. Það er heilmikill heiður,“ segir Jónína Magnúsdóttir, sem notar listamannsnafnið Ninný. Hún sendi tvö verk í alþjóðlegu samkeppnina American Art Award og hreppti 2. og 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Þátttakendur voru frá 35 löndum og samkvæmt heimasíðu keppninnar er fólk frá 25 bestu galleríum Bandaríkjanna í dómnefnd.Þessi mynd hlaut 2. verðlaun í flokknum Impressionism Human.„Ég er fígúratívur málari og hef gaman af fjölbreytni og alls konar tækni. Nota mikið vatnsliti og segi alltaf að það sé það erfiðasta, því þar má engin mistök gera,“ segir Ninný sem á einu ári hefur tekið þátt í stórum samsýningum í Noregi, Mexíkó, Danmörku, Slóveníu og á Spáni. Síðasta einkasýning hennar var á æskuslóðum í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð í sumar.Þessi mynd hlaut 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Hún er 90X2.30 að stærð.Ninný kveðst ekki hafa tekið þátt í keppninni America Art Award áður. „En mér er oft boðið að taka þátt í ýmsu af því að ég er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins og hef líka skapað viðburði á Íslandi þar sem erlendir og íslenskir listamenn hafa verið þátttakendur.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég hefði auðvitað verið alsæl með ein verðlaun, hvað þá fyrir bæði verkin mín. Það er heilmikill heiður,“ segir Jónína Magnúsdóttir, sem notar listamannsnafnið Ninný. Hún sendi tvö verk í alþjóðlegu samkeppnina American Art Award og hreppti 2. og 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Þátttakendur voru frá 35 löndum og samkvæmt heimasíðu keppninnar er fólk frá 25 bestu galleríum Bandaríkjanna í dómnefnd.Þessi mynd hlaut 2. verðlaun í flokknum Impressionism Human.„Ég er fígúratívur málari og hef gaman af fjölbreytni og alls konar tækni. Nota mikið vatnsliti og segi alltaf að það sé það erfiðasta, því þar má engin mistök gera,“ segir Ninný sem á einu ári hefur tekið þátt í stórum samsýningum í Noregi, Mexíkó, Danmörku, Slóveníu og á Spáni. Síðasta einkasýning hennar var á æskuslóðum í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð í sumar.Þessi mynd hlaut 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Hún er 90X2.30 að stærð.Ninný kveðst ekki hafa tekið þátt í keppninni America Art Award áður. „En mér er oft boðið að taka þátt í ýmsu af því að ég er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins og hef líka skapað viðburði á Íslandi þar sem erlendir og íslenskir listamenn hafa verið þátttakendur.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira