Túlka margar hliðar Mignon Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 14:30 Hanna Dóra og Gerrith Schuil syngja og spila í Hannesarholti. Fréttablaðið/GVA „Þetta er fallegt prógramm og það er skemmtilegt að flytja tónsetningar eftir ólík tónskáld við sömu ljóðin,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir mezzo-sópransöngkona um dagskrána sem hún og Gerrit Schuil píanóleikari verða með í Hannesarholti á morgun, sunnudag. Það eru Söngvar Mignon sem um ræðir. Þeir eru lagðir í munn persónu í einni af frægustu skáldsögum Goethe. Tónskáldin Franz Schubert, Robert Schumann og Hugo Wolf spreyttu sig á því að tónsetja ljóðin á 19. öld og Hanna Dóra segir magnað hvernig hver og einn þeirra les þennan karakter á sinn hátt. „Við Gerrit komum því til með að túlka margar hliðar stúlkunnar Mignon,“ segir Hanna Dóra og kveðst hlakka til. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og standa í klukkutíma. Hanna Dóra og Gerrit munu kynna söngvana. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er fallegt prógramm og það er skemmtilegt að flytja tónsetningar eftir ólík tónskáld við sömu ljóðin,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir mezzo-sópransöngkona um dagskrána sem hún og Gerrit Schuil píanóleikari verða með í Hannesarholti á morgun, sunnudag. Það eru Söngvar Mignon sem um ræðir. Þeir eru lagðir í munn persónu í einni af frægustu skáldsögum Goethe. Tónskáldin Franz Schubert, Robert Schumann og Hugo Wolf spreyttu sig á því að tónsetja ljóðin á 19. öld og Hanna Dóra segir magnað hvernig hver og einn þeirra les þennan karakter á sinn hátt. „Við Gerrit komum því til með að túlka margar hliðar stúlkunnar Mignon,“ segir Hanna Dóra og kveðst hlakka til. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og standa í klukkutíma. Hanna Dóra og Gerrit munu kynna söngvana. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira