Börnin gera óskalögum þjóðarinnar góð skil Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 09:30 Önnur af tveimur sveitum Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts sem koma fram á tónleikunum. Mynd/Snorri Heimisson „Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir. Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir.
Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira