Börnin gera óskalögum þjóðarinnar góð skil Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 09:30 Önnur af tveimur sveitum Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts sem koma fram á tónleikunum. Mynd/Snorri Heimisson „Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir. Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir.
Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira