Börnin gera óskalögum þjóðarinnar góð skil Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 09:30 Önnur af tveimur sveitum Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts sem koma fram á tónleikunum. Mynd/Snorri Heimisson „Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir. Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þema tónleikanna er þátturinn Óskalög þjóðarinnar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Sveitirnar sem koma fram eru fjórtán og allar spila einhver lög úr þeim þætti, þannig að efnisskráin endurspeglar tónlistaráhuga þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins til ársins 2015,“ segir Snorri Heimisson, stjórnandi Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hér er hann að lýsa maraþontónleikum 14 skólalúðrasveita landsins sem verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Fyrsta sveitin stígur á svið klukkan 11 og spilar í hálftíma, þá tekur ný við og sú síðasta lýkur leik um klukkan 18. Reiknað er með að um 500 börn og unglingar komi fram á tónleikunum. Snorri segir lagavalið verða fjölbreytt því auk óskalaganna leiki allar sveitirnar einnig lög sem ekki tengjast þættinum. „En að sjálfsögðu mun sigurlagið Þannig týnist tíminn hljóma ásamt lögum á borð við Braggablús, Dimmar rósir og og Jungle Drum,“ segir Snorri og telur líklegt að sum lögin heyrist oftar en einu sinni yfir daginn. „Það er bara skemmtilegt því sveitirnar eru misstórar og þá hljóma lögin á ólíkan hátt,“ fullyrðir hann. Snorri segir Össur Geirsson og Einar Jónsson hafa komið að útsetningum laganna fyrir lúðrasveitir og Þórður Magnússon hafi útsett lagið Tvær stjörnur, sem er eftir föður hans, Megas. Þó flestar hljómsveitirnar séu af höfuðborgarsvæðinu leggja sveitir frá Akureyri og Neskaupstað líka sitt af mörkum í fjörinu ásamt hljómsveitum úr Reykjanesbæ og Árborg. Jón Ólafsson, sem sá um óskalagaþáttinn í sjónvarpinu síðasta vetur, verður kynnir. Aðgangur að tónleikunum ókeypis og þeir eru öllum opnir.
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira