Sport

Hrafnhildur og Eygló nálægt bestu tímum Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Pjetur
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir sýndu um helgina að þær eru meðal fremstu sundmanna Evrópu í sínum greinum.

Báðar bættu Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ásvallalaug á tímum sem eru meðal þeirra bestu í Evrópu á tímabilinu.

Íslandsmetsjöfnun Hrafnhildar í 50 m bringusundi er fimmti besti tími Evrópu á tímabilinu en hún synti á 30,67 sekúndum og jafnaði eigið met í greininni.

Í dag bætti svo Eygló Ósk eigið met í 100 m baksundi er hún synti á 58,40 sekúndum en það er sjötti besti tíminn í greininni í Evrópu.

Evrópumeistaramótið í 25 m laug fer fram í Netanya í Ísrael í næsta mánuði og eru þær báðar líklegar til afreka þar.


Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi

Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×