Sport

Hrafnhildur fer á kostum í Ásvallalaug og sló fjórða Íslandsmetið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur er að synda hrikalega vel þessa daganna.
Hrafnhildur er að synda hrikalega vel þessa daganna. vísir/valli
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, heldur áfram að fara á kostum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í heimabæ Hrafnhildar, Hafnarfirði.

Hrafnhildur hafði fyrir 100 metra fjórsundið í dag slegið þrjú Íslandsmet og bætti hún því fjórða við í dag. Hún synti á 1:00,69 mínútum.

Með þessum tíma bætti hún Íslandsmet Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem Eygló setti á HM í Doha í fyrra. Eygló var einmitt helsti keppinautur Hrafnhildar í sundinu í dag, en Eygló lenti í öðru sæti á tímanum 1:01,55 sem var einnig betri tími en Íslandsmet Eyglóar í fyrra.

Þetta var fjórða Íslandsmet Hrafnhildar á mótinu, en hún hafði áður sett met í 100 metra bringusundi, 200 metra fjórsundi og var í sveit SH sem sló met í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi.


Tengdar fréttir

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi

Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×