Sport

Hrafnhildur stórbætti met Eyglóar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur í lauginni í dag.
Hrafnhildur í lauginni í dag. Vísir/Pjetur
Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti í dag Íslandsmetið í 200 m fjórsundi í 25 m laug. Það gerði hún á Íslandsmeistaramótinu í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Hrafnhildur synti á 2:11,57 mínútum og bætti þar með ársgamalt Íslandsmet Eyglóar Óskar Gústafsdóttur í greininni um eina og hálfa sekúndu. Hrafnhildur bætti um leið sinn besta tíma í greininni um 2,27 sekúndur.

Eygló Ósk keppti ekki í fjórsundinu og vann Hrafnhildur því greinina með miklum yfirburðum. Fyrr í dag bætti hún Íslandsmetið í 100 m bringsundi.

Kristinn Þórarinsson vann gull í 200 m fjórsundi karla, Aron Örn Stefánsson vann gull í 50 m skriðsundi, Baldvin Sigmarsson í 200 m flugsundi karla og Elín Kata Sigurgeirsdóttir í 200 m flugsundi kvenna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×