Sport

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur var í sveit SH.
Hrafnhildur var í sveit SH. vísir/vilhelm
Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Aron Örn Stefánsson og KOlbeinn Hrafnkelsson skipuðu sveitina, en þau bættu fyrra met um 14/100 úr sekúndu.

Nýja metið er 1:47,55, en síðasta met átti sveit Ægis. Þau settu það met fyrir tveimur árum síðan.

Hrafnhildur er að byrja Íslandsmótið vel. Hún setti Íslandsmet í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi í gær. Frábær byrjun Hrafnhildar á mótinu í sínum heimabæ, Hafnarfirði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×