Sport

Hrafnhildur byrjar af krafti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir á bakkanum í Ásvallalaug í dag.
Hrafnhildur Lúthersdóttir á bakkanum í Ásvallalaug í dag. Vísir/Pjetur
Íslandsmeistaramótið í 25 m laug hófst í Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag og er fyrsta Íslandsmetið þegar fallið.

Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, bætti eigið met í 100 m bringusundi er hún kom í mark á 1:06,12 mínútum en þar með bætti hún tæplega ársgamalt met sitt í greininni um fjórtán hundraðshluta úr sekúndu.

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann gull í 200 m baksundi er hún synti á 2:06,40 mínútum sem er nokkuð frá Íslandsmeti hennar í greininni.

Sjá einnig: Eygló og Hrafnhildur mæta Bandaríkjunum með úrvalsliði Evrópu

Kristinn Þórarinsson vann gull í 200 m baksundi á tímanum 1:58,67 en hann á þó nokkuð í að bæta Íslandsmet Arnar Arnarsonar í greininni.

Sunneva Dögg Friðriksdóttir fagnaði sigri í 400 m skriðsundi kvenna, Þröstur Bjarnason í 400 m skriðsundi karla og Viktor Máni Vilbergsson í 100 m bringusundi karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×