Reyna að ná Perlu á flot sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 11:47 Kafarar stinga sér ofan í sjóinn við höfnina í gær. Þeir voru að störfum fram eftir í gær og voru mættir aftur snemma í morgun, Vísir/E.ÓL. Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum. Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Undirbúningsaðgerðir við að koma sanddæluskipinu Perlu, sem sökk í Reykjavíkurhöfn í gær, á flot hófust í morgun. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar muni taka nokkra daga en aðgerðaráætlun útgerðarfyrirtækisins um hvernig standa skuli að verkinu mun liggja fyrir síðar í dag. Kafarar hafa í morgun unnið að því að þétta göt og holur og yfirfara ástand skipsins. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að bíða þurfi áætlunar frá Björgun, sem gerir skipið út, áður en lengra sé haldið. „Það var unnið fram eftir kvöldi í gær, frá Björgun og köfunarþjónustunni, við að loka öllu sem þurfti að loka til að koma í veg fyrir mengun en einnig svo hægt verði að lyfta skipinu. Því verður haldið áfram í dag, segir Gísli. Hann segir töluvert í að skipinu verði komið á flot. Erfitt verkefni sé fyrir höndum. „Svona miðað við síðustu fréttur þá eykur það bjartsýni að það geti gerst á næstu dögum, en það verður að ráðast af því hvernig gengur að koma fyrir nauðsynlegum búnaði. Þetta er snúið verkefni en þetta eru garpar sem hafa unnið mjög vel að því að leysa úr flóknu verkefni."„Engin olía lekið úr skipinu“ Um tólf þúsund lítrar af skipaolíu eru um borð og átta hundruð lítrar af glsusa og smurolíu. Að sögn Gísla er allt gert til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn, og hefur mengunarvarnargirðingu verið komið fyrir umhverfis skipið. Einhver olíubrák hafi þó myndast. „Það hefur engin olía lekið úr skipinu. Bara rétt eftir að það fór niður þá var svona skán eða slykja á sjónum en engin olía sem heitið getur og það hefur ekki farið neitt í nótt eða núna í morgun,“ segir Gísli. Ástæður þess að Perla sökk í gær eru enn ókunnar en talið er líklegt að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot og að skipið hafi því tekið inn sjó með fyrrgreindum afleiðingum.
Tengdar fréttir „Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50 Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
„Höfðum ekki undan“ Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. 2. nóvember 2015 13:50
Tólf þúsund lítrar af skipaolíu um borð í Perlu Unnið er að því að loka loftgötum til að koma í veg fyrir að olían leki í sjóinn. 2. nóvember 2015 15:00
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15