Fræðsludagskrá fyrir listamenn á Airwaves Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Sigtryggur Baldursson segir fræðsludagskrána geta verið ákaflega mikilvæga fyrir listamenn. vísir/gva Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón. Airwaves Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Iceland Airwaves-hátíðarinnar fer nú fram svokölluð fræðsludagskrá meðfram hátíðinni, sem er hugsað fyrir tónlistarmenn sem vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar tónlistargeirans. „Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á svona. Við verðum í Petersen svítunni sem er efsta hæðin í Gamla bíói og verður það svæði hugsað fyrir þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, fjölmiðlafólkið og allt bransafólkið, þar sem allt þetta fólk getur hangið saman og blandað geði,“ segir Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Útóns. Á þessu sama svæði fer einnig fram fræðsludagskrá um hin ýmsu málefni tengd tónlistarbransanum og segir Sigtryggur þessa fræðsludagskrá geta verið einkar mikilvæga fyrir listamenn sem vilja koma sköpun sinni á framfæri. „Þetta er í raun eingöngu fyrir þá sem eru með listamannsarmband og pressuarmband og darling-armband en við ætlum samt að gefa armbönd á þessa fræðslufundi því við viljum fá fólk til að koma og ég vil hvetja fólk til að kíkja eitthvað á þetta því þetta er dýrmætt fræðsluefni fyrir músíkbransann,“ segir Sigtryggur. Fræðslufundirnir hefjast í dag og verða fram á laugardag. Á meðal fyrirlesara eru Heather Kolker, umboðsmaður Of Monsters and Men, Simon Raymonde, eigandi plötufyrirtækisins Bella Union, María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, og fjöldinn allur af fólki frá hinum ýmsu stöðum í tónlistarbransanum. „Þetta verða fyrirlestrar, pallborðsumræður og spjall, þannig að fólk getur spurt spurninga og fræðst um hvað allt þetta fólk er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á þessari fræðslu en eru ekki með armband sem gefur aðgang geta fengið armband með því að hafa samband við Útón.
Airwaves Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira