Innlent

Iðnaðarráðherra vill funda með Björk – formaður Landverndar vill vera memm

kjartan hreinn njálsson skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vill eiga fund með Björk Guðmundsdóttir um íslenska náttúru en segir um leið að margt af því fram kom á blaðamannafundi hennar í gær sé einfaldlega rangt. Hún fagnar áhuga Bjarkar á íslenskri náttúru en segir misskilning gæta á því vinnulagi sem þingmenn hafa komist að samkomulagi um.

„Rammaáætlunarferlið er ekki eitthvað sem við erum að taka upp núna, það hefur ekki orðið nein grundvallarbreyting á því,“ segir Rangheiður Elín.

Hún segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna komi hingað vegna óspilltrar náttúru og hana verði að vernda.

„Lína yfir hálendið hefur ekki verið ákveðin. Það er einn misskilningurinn af þessum fundi í gær. Það er ekki 11 daga frestur til að koma í veg fyrir það.“

Þá segist Ragnheiður fagna umræðunni en færa þurfa hana úr skotgröfunum.

„Ég ætti kannski að bjóða Björk á minn fund svo að við getum rætt þetta. Fara yfir verklagið og þá tekið höndum saman um að passa upp á íslenska hagsmuni.“

Formaður Landverndar vill vera memm og fagnar þeim hugmyndum sem settar fram í gær um þjóðgarð á hálendinu.

„Það væri æðislegt að vera með í því partíi og því oftar því mun betra,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar.

„Miðhálendi Íslands er verðmætara eins og það er, villt og töfrandi, frekar en virkjað. Okkar aðalfundur samþykkti ályktun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands og við höfum unnið heilmikið í því máli. Þannig að við höfum margt fram að færa.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.