Kvarta undan seinagangi ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2015 09:00 Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Viðræður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við viðsemjendur hefjast eftir helgi, að því er fram kemur á vef félagsins. „Nú þegar stór hópur innan BSRB hefur náð samningum við ríkið eykst bjartsýni á að gangur komist á viðræður við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið,“ segir þar. Á sama tíma kvarta skólastjórnendur og prófessorar ríkisháskóla undan seinagangi í viðræðum við ríkið. Væntingar eru um að vel gangi að ná samningum við þau félög sem SALEK-samkomulagið svokallaða nær til, en í því er mörkuð launastefna til ársloka 2018. Stefnan miðast við að launakostnaðarvísitala einstakra hópa hækki ekki á tímabilinu um meira en 32 prósent, talið frá nóvember 2013. Þar er einnig horft til kostnaðar vegna jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.Þó nokkur félög standa hins vegar fyrir utan samkomulag SALEK um nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari áréttar að þótt margir samningar séu fyrir utan samkomulagið þá nái það samt til 70 prósenta félagsmanna stéttarfélaga. „Langstærstur hluti er þarna fyrir innan og svo er náttúrlega öll atvinnurekendahliðin með aðild að samkomulaginu. En vissulega eru þessir hópar þarna fyrir utan sem eiga ósamið og verður bara að koma í ljós hvernig það vinnst,“ segir hún. Af þeim stéttarfélögum sem fyrir utan SALEK-samkomulagið standa eru tólf hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Þar á meðal eru Félag viðskipta- og hagfræðinga, Félag prófessora hjá ríkisháskólum og Félag háskólakennara, sem á ósamið við ríkið. Innan Kennarasambandsins (KÍ) er svo ósamið við skólastjórnendur í leik- og grunnskólum, auk Félags tónmenntakennara og Félags leikskólakennara. Þá eru ótaldir samningar sveitarfélaganna við stéttarfélög sem standa utan bandalaga, svo sem við hjúkrunarfræðinga, verkstjóra og verk- og tæknifræðinga. Innan margra félaganna er farið að gæta töluverðrar óþreyju vegna dráttar á samningum, svo sem hjá félagi prófessora sem undirbýr atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sem grípa á til í desember. Svipað er ástatt um skólastjóra, nema hvað þeir hafa ekki verkfallsrétt. Í pistli á vef KÍ segir Ólafur Arngrímsson, skólastjóri Stórutjarnaskóla, tilfinninguna líkt og félagið sé út undan og gleymt. „Samninganefnd sveitarfélaganna neitar að tala við samninganefnd SÍ um nokkuð það sem hægt er að segja að skipti máli þegar samið er um kaup og kjör,“ segir hann.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira