Innlent

Þrjú skip staðin að ólöglegum veiðum í vikunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Varðskipið Þór stóð skip að meintum ólöglegum veiðum í morgun.
Varðskipið Þór stóð skip að meintum ólöglegum veiðum í morgun. Vísir/Friðrik
Varðskipið Þór hefur staðið þrjá togara að meintum ólöglegum veiðum í íslenskri lögsögu í vikunni. Sá síðasti var stöðvaður norður af Vestfjörðum í morgun. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að gæslan hafi merkt talsverða aukningu í landhelgisbrotum á þessu ári.

Skipinu var vísað til hafnar sem og hin tvö og tekur rannsókn lögreglu síðan við.

Varðskipið Þór er nú við löggæslu og eftirlit og hefur verið að sinna margvíslegum verkefnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.